is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8174

Titill: 
  • Staða útivistarfatnaðar, markaðshlutdeild og ímynd útivistarmerkja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ísland er land íss, elds og vatns. Á þessu landi á hjara veraldar er ekki óalgengt að frost og snjór láti sjá sig að sumri til eða þoka og haglél, jafnvel að þetta allt komi á einum og sama deginum. Fólk sem lifir við slíkar aðstæður þarf að klæða sig eftir veðri og þar kemur útivistarfatnaður inn í myndina. Til eru margar gerðir af slíkum fatnaði, mörg fyrirtæki framleiða ýmiskonar hlífðarfatnað en spurningin er hvað fólk ákveður að velja. Ekki eru gæði, ending, notagildi, þjónusta og útlit það sama hjá öllum þessum fyrirtækjum.
    Þessi ritgerð er rannsókn á fimm stórum útivistarmerkjum sem hafa náð góðri fótfestu hér á landi enda eru þau öll, að einu undanskyldu, íslensk. Merkin sem um ræðir eru The North Face, Cintamani, 66°Norður, Zo-On og Icewear. Framkvæmd var rannsókn í tveimur hlutum, fyrri hluti í formi spurningakönnunar og seinni hluti var þátttökuathugun sem fram fór á Háskólatorgi. Áður en ráðist var í rannsókn voru nokkur helstu hugtök markaðsfræðinnar skilgreind. Vörumerki, vörumerkjavirði og viðskiptavinavirði voru skoðuð ásamt hugtakinu hlutdrægni. Hlutdrægnin kemur inn því bæði rannsakandi og svarendur könnunar geta sýnt mikla hlutdrægni sem getur haft áhrif á niðurstöður rannsóknar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að 66°Norður hefur bestu ímyndina þegar kemur að gæðum, notagildi, jákvæðu orðspori, tísku og hönnun og góðri þjónustu. Icewear kom aftur móti best út þegar spurt var út í verð. 66°Norður hefur einnig stærsta markaðshlutdeild samkvæmt rannsókninni en Cintamani fylgir þó fast á eftir, hér er þó um mat höfundar að ræða á markaðshlutdeild.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
herdis_utivistarmerki1.pdf711.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna