ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/819

Titill

Stofnfrumur og einræktun : frá læknisfræðilegu sjónarhorni til pólitískrar umræðu og siðfræðilegra álitamála

Útdráttur

Stofnfrumurannsóknir og þá sérstaklega rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum hafa hafa hlotið mikla athygli víða erlendis. Ástæða þess eru þær miklu væntingar sem vísindamenn og almenningur gera til stofnfruma í tengslum við mögulega lækningu ýmissa vefjarýrnunarsjúkdóma á borð við sykursýki, Parkinson sjúkdóm og hjartasjúkdóma svo einhverjir sjúkdómar séu nefndir. Einnig hefur farið fram mikil umræða um hvort siðferðilega sé réttlætanlegt að stunda rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum þar sem það felur í sér nýtingu og þar með eyðingu umfram fósturvísa sem falla til við glasafrjóvgunarmeðferðir. Sitt sýnist hverjum um þessi mál og hafa skapast um þetta harðar deilur víða um heim. Inn í þessi mál blandast póltísk umræða þar sem í flestum löndum þarf að að breyta lögum svo heimilt sé að nýta umfram fósturvísa til rannsókna og lækninga. Umræða um einræktun er nátengt umræðunni um stofnfrumurannsóknir en nauðsynlegt er þó að gera greinarmun á einræktun í æxlunarlegum tilgangi og einræktun í læknisfræðilegum tilgangi. Sú litla umræða sem hefur farið fram á Íslandi um stofnfrumurannsóknir hefur að mestu verið afar jákvæð og finnst flestum að réttlætanlegt sé að nýta stofnfrumur úr fósturvísum til rannsókna ef það geti orðið til þess að auka framfarir í læknisfræði og verða til þess að hægt sé að linna eða lækna ýmsa sjúkdóma sem eru ólæknandi í dag. Þrátt fyrir þetta viðhorf að þá er löggjöfin hér á landi afar afturhaldssöm miðað við það sem er að gerast í kringum okkur. Ég mun í þessari ritgerð fara yfir stöðu mál m.t.t. til stofnfrumurannsókna og einræktunar og leitast eftir því að skýra út hvaða læknisfræðilega ávinningi vísindamenn búast við. Jafnframt mun ég kynna þau siðfræðilegu álitamál sem tengjast stofnfrumurannsóknum og einræktun og skýra út hvernig pólitísk umræða fléttast inn í þessi mál.
KEYWORDS: Stofnfrumur, einræktun, fósturvísar, siðfræði og pólitík

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf55,9KBOpinn Stofnfrumur - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf30,8KBOpinn Stofnfrumur - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Lokaverkefni-ROSA-.pdf1MBLokaður Stofnfrumur - heild PDF  
Útdráttur.pdf6,26KBOpinn Stofnfrumur - útdráttur PDF Skoða/Opna