is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8193

Titill: 
  • Samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn að vetri til
  • Titill er á ensku The Competitiveness of Iceland as a Tourist Destination in Winter Time
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér er leitast við að svara spurningunni hversu samkeppnishæft Ísland er sem áfangstaður fyrir ferðamenn að vetri til. Samkeppnishæfni áfangastaða er oftast mæld út frá mati sérfræðinga og fræðimanna en ekki ferðamanna. Þessi rannsókn gekk út á að fá ferðamennina sjálfa til að meta samkeppnishæfni Íslands. Spurningalisti var lagður fyrir ferðamenn sem voru að koma í frí til landsins í fyrsta sinn. Hann samanstóð af tíu þáttum sem rannsóknir hafa sýnt að séu ákvarðandi þættir þegar ferðamenn velja sér áfangastað. Spurt var annars vegar um mikilvægi þáttanna og hins vegar hvernig frammistaða Ísland í þessum sömu þáttum var. Niðurstöðurnar sýna að náttúra er mesti og mjög svo afgerandi styrkleiki Íslands. Menning, ímynd og afþreying flokkast líka sem styrkleikar landsins. Veikleikarnir eru aðgengi og innviðir ferðaþjónustunnar.
    Þátttakendum í rannsókninni var sendur annar spurningalisti að ferð lokinni og þeir beðnir um að meta frammistöðu Íslands í þessum sömu tíu þáttum aftur. Þannig var hægt að sjá að ferðamenn meta samkeppnishæfni landsins meiri eftir dvöl sína hér. Þættirnir aðgengi og innviðir ferðaþjónustu fóru frá því að vera veikleikar yfir í að vera styrkleikar. Innviðir landsins almennt skoruðu einnig hærra eftir dvöl í landinu en þar sem mikilvægi þess þáttar mældist undir meðallagi fór hann frá því að vera flokkaður sem atriði til athugunar yfir í að vera það sem kallað er yfirskot.
    Að lokum voru gögnin úr rannsókninni borin saman við gögn úr sambærilegri rannsókn sem gerð var sumarið 2010. Sá samanburður sýndi að samkeppnishæfni landsins sem áfangastaðar að vetri og sumri er mjög svipuð. Þó má segja að samkeppnishæfnin sé örlítið meiri á sumrin þar sem aðeins einn þáttur, aðgengi, flokkast sem veikleiki en á veturna eru bæði aðgengi og innviðir ferðaþjónustu flokkaðir sem veikleikar.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna