is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8195

Titill: 
  • Ráðningarferlið. Ráðning hjá hinu opinbera
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mannauðsstjórnun er mikilvægur þáttur í heildarstjórnun fyrirtækja. Með mannauðsstjórnun er hægt að efla þekkingu fyrirtækisins í gegnum starfsfólkið. Ráðningarferlið er mjög flókið en mikilvægt ferli sem þarf að huga vel að til þess að finna réttan einstakling í stöðuna sem verið er að leitast við að fylla. Fyrirtæki þurfa að huga vel að þessu ferli til þess að bæta samkeppnisstöðu sína á markaði. Vel undirbúið ráðningarferli er einn af lykilþáttum til að sú þekking sem fyrirtækið þarfnast komi inn í fyrirtækið með nýjum starfsmanni. Greint verður frá öllu ferlinu í ritgerðinni frá því að þörfin á auknum mannskap er greind og þar til einstaklingur er ráðinn til starfa. Starfsgreiningin er mikilvægur þáttur í ráðningarferlinu því þar er þörfin skilgreind ásamt þeim kröfum sem starfinu fylgja. Þegar búið er að gera starfsgreiningu þarf að velja þá aðferð sem nota á til að nálgast umsækjanda og fjalla um kosti og galla hverrar aðferðar. Þegar búið er að afla umsókna þarf að ákveða hvernig eigi að finna hæfasta umsækjandann og hvernig höfnunarferlinu er háttað, það er hvernig þeim sem ekki fengu starfið er greint frá því. Einkafyrirtæki mega haga ráðningarferlinu eins og þeim sýnist en ríkisfyrirtæki þurfa að fara eftir settum lögum og reglum.
    Samkvæmt greiningu svara við spurningalista sem var sendur til tveggja ráðuneyta virðast þau notast við kenningar mannauðsstjórnunar við ráðningar á nýju starfsfólki, sem styður rannsóknarspurningu ritgerðarinnar um að íslens ráðuneyti notist við kenningar mannauðsstjórnunar þegar kemur að ráðningu starfsmanna.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil Rikey Jona.pdf555.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna