is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8200

Titill: 
  • Almannatengsl í markaðsfærslu á vörum og þjónustu fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Almannatengsl verða sífellt mikilvægari fyrir fyrirtæki í nútíma samfélagi og ávinningurinn af þeim viðurkenndari með hverjum degi. Í þessu verkefni verður fjallað um almannatengsl, sagt frá tækjum og tólum þeirra auk þess sem kostir og gallar þeirra verða dregnir fram. Hugtakið markaðsleg almannatengsl verður skilgreint og skýrt verður frá því hvernig þau birtast í markaðsfærslu fyrirtækja. Í lok fræðilega hluta verkefnisins verður farið í gegnum muninn á auglýsingum og almannatengslum.
    Rannsókn var gerð til þess að komast að því hvort lítil, meðalstór og stór íslensk fyrirtæki nýta sér almannatengsl í markaðsfærslu á vörum sínum og þjónustu og þá hvaða tækjum og tólum almannatengsla þau beita. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að lokum notaðar til þess að bera saman notkun almannatengsla í litlum og meðalstórum fyrirtækjum annarsvegar og stórum fyrirtækjum hinsvegar.
    Rannsakandi valdi að gera meigindlega rannsókn þar sem spurningalisti var sendur á öll lítil, meðalstór og stór íslensk fyrirtæki með tölvupósti og gögnin síðan greind með tölfræðilegum aðferðum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að almannatengsl séu enn vannýtt í litlum, meðalstórum og stórum íslenskum fyrirtækjum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Almannatengsl í markaðsfærslu á vörum og þjónustu fyrirtækja.pdf870.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna