is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8208

Titill: 
  • Kíra. Fyrirtæki í skapandi iðnaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið var unnið með það að markmiði að vera bæði hagnýtt og fræðandi fyrir stofnendur og eigendur Kíru, en Kíra er nýtt fatahönnunarfyrirtæki á Íslandi, og draga upp það sem hafa ber í huga við stofnun slíks fyrirtækis. Viðskiptaáætlun Kíru var upprunaleg hugmynd þessa verkefnis en til að verkefnið sé sem hagnýtast fyrir starfsemi Kíru er fyrri hluti verkefnisins fræðandi með tilliti til skapandi atvinnuvega og stofnun fyrirtækja í skapandi greinum.
    Nýtt hagkerfi hefur litið dagsins ljós í kjölfar þjóðfélagsbreytinga sem hefur verið kallað upplifunarhagkefið. Í því hagkerfi þarf varan eða þjónustan sem boðin er að vera ákveðin upplifun fyrir neytandann og má því tengja Kíru við það hagkerfi vegna þess eiginleika sem varan býr yfir. Í markaðssetningu Kíru verður „póstmódernísk“ nálgun notuð en hún er sú markaðssetning sem hentar í nútímasamfélagi þar sem vörur þurfa ekki aðeins að vera upplifun heldur þurfa þær að hafa táknræna merkingu fyrir neytandann. Neytendur upplifa vörur og þjónustu á mismunandi hátt og mun vara Kíru höfða til sérstaks hóps vegna þeirra eiginleika sem hún hefur, þó má áætla að í framtíðinni verði hún vinsæl og þá ekki aðeins vegna þess sérstaka eiginleika sem varan býr yfir heldur vegna þess hve varan er frumleg, vönduð og falleg.
    Þeir sem eiga og reka fyrirtæki í frumkvöðlastarfsemi þurfa að vera meðvitaðir um að það getur kostað mikla vinnu og tíma að ná langt með slíka starfsemi. Þolinmæði og þrautseygja er nauðsynleg og mikilvægt er að hafa trú á hugmyndinni og að gefast ekki upp. Verkefni þetta mun vonandi koma til með að vera fræðandi og leiðbeinandi fyrir Kíru og koma fyrirtækinu á þann stað í framtíðinni sem það sækist eftir, að verða þekkt fatamerki á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8208


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-KÍRA-skemman.pdf696.38 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna