is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8216

Titill: 
  • Bernskan ehf. Viðskipta- og markaðsáætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð inniheldur viðskiptaáætlun fyrir fyrirtækið Bernskuna ehf sem framleiðir og selur svokallaða pokabeitu fyrir línuútgerðir. Framleiðsluaðferðin og búnaðurinn er einkaleyfisskyldur og bíður uppá mikla möguleika sem áður hafa ekki verið í boði, svo sem óendanlegir blöndunar samsetningar þar sem takmarkið er að hægt sé að stjórna aflasamsetningu útgerða og auka þannig verðmætasköpun. Að auki er hráefnismagn í hverri pokabeitu um helmingi minna en í venjulegri beitu sem flutt er til landsins. Þar sem rekstur félagsins hefur ekki gengið sem skildi í gegnum árin þá er markmið þessarar áætlunar að bæta yfirsýn yfir markaðinn og notfæra sér tækifæri sem nú eru í boði hjá félaginu. Þar gegnir lykilhlutverki nýtt eignarhald þar sem stærsta línuútgerð landsins Vísir hf. er orðinn meirihlutaeigandi sem sýnir trú þeirra á því sem félagið er að gera. Félagið er staðsett á Súðavík og þó svo að markaðshlutdeild félagsins sé einungis um 5% þá vinna á bilinu 6-12 manns í framleiðslu beitunnar. Samkeppnisaðilar félagsins eru allir innflutningsaðilar sem selja vöru sína beint og því takmörkuð atvinnusköpun sem skapast á landinu vegna þeirra. Því er ljóst að nái félagið aukinni markaðshlutdeild og betri árangri, þá er um gríðarlega mikil verðmæti að ræða fyrir landið í heild sinni bæði í formi gjaldeyrissparnaðar vegna minni innflutnings hráefnis og einnig vegna atvinnusköpunar og þá sérstaklega í sjávarbyggðum landsins sem eiga mjög undir högg að sækja nú á tímum vegna minnkandi atvinnu þar.
    Lýst verður vörunni sem félagið hefur uppá að bjóða auk þeirra tækifæra sem það stendur fyrir í sambandi við vöruþróun. Einnig verður farið yfir samkeppnisstöðu félagsins og hvernig vænlegast er að félagið starfar á markaðnum. Að lokum verður farið í framleiðsluáætlun og áhættuþætti sem félagið stendur frammi fyrir ásamt því að rekstraráætlun verður gerð til næstu þriggja ára.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Tilbúin.pdf591.52 kBLokaðurHeildartextiPDF