is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8224

Titill: 
  • Starfshættir endurskoðunarnefnda. Staðan á Íslandi með hliðsjón af stjórnarháttum fyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarverkefnið snýr að því að meta starfshætti og áhrif endurskoðunarnefnda hér á landi. Endurskoðunarnefndir eru mikilvægur hluti af góðum stjórnarháttum fyrirtækja og vægi þeirra hefur farið vaxandi á alþjóðlega vísu. Áhugavert er því að rannsaka hvernig þessum málum er háttað hér á landi.
    Markmiðið er að rannsaka starfshætti endurskoðunarnefnda hér á landi og hvort þeir séu í samræmi við lögbundnar kröfur. Leitast er við að svara því hvort starfræksla endurskoðunarnefnda sé til hagsbóta fyrir íslensk fyrirtæki og jafnframt hvort einhverjar breytingar hafi orðið á starfsháttum endurskoðunarnefnda eftir það hrun sem varð hér á landi árið 2008.
    Rannsóknarspurningin er: Hefur starfræksla endurskoðunarnefnda haft jákvæð áhrif á starfshætti íslenskra fyrirtækja? Undirspurningarnar eru eftirfarandi:
     Eru starfshættir endurskoðunarnefnda í samræmi við lögbundnar kröfur?
     Er starfræksla endurskoðunarnefnda til hagsbóta fyrir fyrirtæki?
     Hafa orðið breytingar á starfsháttum endurskoðunarnefnda eftir hrunið árið 2008?
    Til að svara rannsóknarspurningunni voru tekin viðtöl við nefndarmenn endurskoðunarnefnda, stjórnarmenn í fyrirtækjum sem hafa starfræktar endurskoðunarnefndir, ytri og innri endurskoðendur sem hafa starfað með endurskoðunarnefndum og framkvæmdastjóra sem hafa endurskoðunarnefndir innan sinna fyrirtækja. Tilgangurinn var að fá innsýn í störf endurskoðunarnefnda bæði út frá nefndarmönnum endurskoðunarnefndanna sjálfra, sem og annarra sem starfa með slíkum nefndum og eiga samskipti við þær. Með slíkri nálgun komu fram sjónarmið ólíkra aðila sem allir hafa aðkomu og reynslu á störfum endurskoðunarnefnda.

    Helstu niðurstöður sýna að endurskoðunarnefndir hafa haft jákvæð áhrif á starfshætti íslenskra fyrirtækja ef þær eru skipaðar nefndamönnum sem hafa viðeigandi þekkingu og reynslu.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð_Elmar Hallgrims_júní2011.pdf775.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna