is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8234

Titill: 
  • Líkamsþjálfun, streita og vinnuálag hjá meistaranemum innan Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðað hvaða almenn áhrif líkamsþjálfun/líkamsrækt hefur á streitu og vinnuálag ásamt öðrum tilteknum tegundum geðraskana eins og þunglyndi og kvíða. Útskýrt er hvað felst í þessum hugtökum og greint frá helstu geðrænu- og líkamlegu einkennum, sem þau hafa í för með sér. Farið er yfir helstu kenningar, sem eru í gangi um orsakir þunglyndis og tengsl þeirra við líkamsþjálfun ásamt því að farið er yfir helstu meðferðarúrræði, sem í boði eru gegn streitu, þunglyndi og kvíða. Því næst er skoðað mikilvægi ýmissa næringarefna í líkamanum og áhrif þeirra á líkamsstarfsemina og tengls þeirra við geðraskanir eins og þær sem hér eru nefndar. Einnig eru skoðuð áhrif líkamsræktar/þjálfunar sem meðferðarform gegn geðröskunum eins og þunglyndi, kvíða og streitu. Þar er stuðst við rannsóknir, sem tengjast öllum þeim þáttum, sem fram koma í ritgerðinni. Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða áhrif líkamsræktunar/þjálfunar á streitu og vinnuálag meðal meistarnemenda innan Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Þá var jafnframt æltunin að skoða tengslin útfrá aldri og kyni nemenda í sambandi við streitu og vinnuálags innan deildarinnar. Notast var við megindlega aðferðafræði, þar sem settur var saman spurningalisti og hann sendur á alla meistaranemendur innan Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Úrtakið var 560 meistaranemar og var svarhlutfall 26,9 %. Helstu niðurstöður voru, að meistaranemar innan Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands búa yfir nokkuð góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Helst fannst munur á kynjunum, en mun fleiri konur en karlar svöruðu spurningakönnuninni. Nokkur munur er á milli aldursflokka meistaranemenda, en yngri nemendur voru þó nokkuð fleiri, 71,53 % á móti 28,48 %. Borin voru kennsl á nokkra streituvalda, sem helst hrjá meistaranemendur innan Viðskitpafræðideildar Háskóla Íslands. Þá kom í ljós að meistaranemendur innan deildarinnar þjást margir hverjir af streitu (rúmlega 82 %). Hátt í 63 % eru undir miklu vinnuálagi. Líklegt er, að þetta endurspegli vel deildina. Jákvæð fylgni fannst á milli spurninga um streitu og aldurs meistaranema. Það er jákvæður munur á yngri og eldri nemendum. Það fannst einnig munur á milli streitu hjá körlum og konum, en karlar finna örlítð meira að meðaltali fyrir streitu en konur. Jákvæð fylgni kom fram á milli heilsu meistaranemenda og streitu en ekki vinnuálags. Engin tengls fundust á milli reglulegrar líkamsþjálfunar og streitu- og vinnuálags. Líkamsþjálfun virðist því ekki skipta miklu máli sem forvörn gegn streitu- og vinnuálagi meðal meistaranemenda innan Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GunnarMastersritgerð+2011.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna