is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8243

Titill: 
  • Við dauðans dyr: Líknardráp sem siðferðislegur réttur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Dauðinn er það sem við höfum öll sameiginlegt við eigum öll eftir að deyja á endanum. Það er aftur á móti misjafnt hvernig hver og einn einstaklingur fær að yfirgefa þessa jörð. Líknardráp hefur lítið verið til umfjöllunar á Íslandi og hafa menn ólíkar skoðanir á því hvort það eigi að lögleiða það eins og það hefur verið gert í nokkrum löndum og fylkjum í heiminum. Hvergi er vikið að líknardrápi í íslenskum lögum og aldrei hefur verið ákært fyrir það fyrir íslenskum dómstólum. Ritgerð þessi er heimildarritgerð og fjallar um líknardráp. Litið er til uppruna hugtaksins og hvað það merkir í dag til að átta sig á hvað í því felst. Athugað var hvernig líknardrápi er háttað í Hollandi þar sem það er leyfilegt með vissum skilyrðum. Til að sjá munin á Hollandi og Íslandi. Einnig er hin siðferðilega staða metin hvort líknardráp eigi rétt á sér eða ekki og þá í hvaða tilgangi á það rétt á sér. Skoðað er hvernig siðferðileg afstæðishyggja sér málið og svo aftur vísindahyggjan og þetta er svo tengt því hvernig hugtakið líknardráp er frávik. Því verður síðan velt upp hvað framtíðin geti borið með sér og hvort möguleiki er að líknardráp verði nokkurn tímann lögleitt hér á landi.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA _Hrefna.pdf358.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna