ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8247

Titlar
  • Virk eða óvirk peningastefna? Samanburður á peningastefnu Íslands og Færeyja

  • en

    Does Monetary Policy Make a Difference:
    A Comparison between Iceland and the Faroe Islands

Leiðbeinandi
Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Í þessari rannsóknarritgerð er leitast við að svara spurningum: Eiga lítil opin hagkerfi eins og Ísland og Færeyjar að vera með virka eða óvirka peningastefnu? Til að svara þessari spurningu voru peningastefnur Færeyinga og Íslendinga skýrðar og bornar saman. Færeyingar eru í myntbandalagi við Danmörku og lúta peningastjórn danska seðlabankans, sem styðst við fasta gengisstefnu. Íslenski seðlbankinn tók upp verðbólgumarkmið árið 2001 og er með fljótandi gengisstefnu. Greint er stuttlega frá sögulegu yfirlit frá aldamótunum 1900 til 1960 sem varpar ljósi á sameiginlega þætti í löndunum tveimur. Hagþróun Færeyja er skýrð og mótun hagkerfisins fram að banka- og efnahagskreppunni á árunum 1989–1995. Því næst er gerð grein fyrir orsökum efnahagslægðarinnar og til hvaða ráðstafana var gripið til að sporna við henni. Hagþróun Íslands frá 1962 til 2009 er lýst. Þar á eftir eru vinnumarkaðir landanna kynntir og bornir saman. Kannað er hvort að Ísland og Færeyjar uppfylli eitthvert af þremur skilyrðum hagfræðingsins Robert Mundells um sameiginlegt myntsvæði. Ísland og Færeyjar uppfylla fyrsta skilyrði Robert Mundells um samhverfa hagsveiflu og geta því notað sameiginlega mynt.

Samþykkt
3.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Brynhildur Gunnars... .pdf1,6MBLokaður Heildartexti PDF