is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8250

Titill: 
  • Einkenni framúrskarandi liða. 13 leiðir til árangurs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lið eru allt í kringum okkur og nýtast vel til að leysa flókin og krefjandi verkefni. Árangur sprettur þó ekki af sjálfum sér. Sum lið ná betri árangri en önnur, jafnvel þó innan raða þeirra séu hæfileikaríkir einstaklingar. Það er því fleira sem stýrir árangri en hæfileikar liðsmanna. Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á einkenni liða sem hafa náð framúrskarandi árangri.
    Rannsóknin fór fram með eigindlegum viðtölum við átta leiðtoga liða sem hafa náð framúrskarandi árangri með sín lið. Til grundvallar liggja fræðikenningar um lið og liðs-forystu.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að til að ná framúrskarandi árangri, nægi liðum ekki að hafa hæfileikaríka liðsmenn. Liðsumhverfi þarf að styðja við hæfileika. Lið sem ná framúrskarandi árangri bera flest einkenni uppbyggilegs andrúmslofts, uppbyggilegra sambanda, uppbyggilegra samskipta og uppbyggilegs tilgangs. Þau leggja mikla áherslu á undirbúning með skýrum tilgangi og sveigjanlegri stefnu. Markmið þeirra eru háleit og skýr, og árangur þeirra er vandlega skilgreindur og mældur. Þekking og hugmyndir flæða frjálst innan liðanna og liðsmenn styðja hvern annan. Liðsmenn sýna frumkvæði í að framkvæma liðsvinnu með árangursmeiri hætti. Liðsumhverfið einkennist af upp-byggilegri endurgjöf með áherslu á sérstöðu og styrkleika hvers liðsmanns. Ágreiningi er stjórnað svo hann sé hvorki of mikill né of lítill. Hugarfar liðsmanna og leiðtoga skapar undirstöður framúrskarandi árangurs liða.
    Leiðtogar liða sem vilja ná árangri ættu að huga að því að ná fram því besta í hverjum og einum liðsmanna. Til þess þurfa þeir að einblína á sérstöðu og styrkleika liðsmanna. Það sem hvetur einn liðsmann, kann að draga mátt úr öðrum.

Samþykkt: 
  • 4.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einkenni framúrskarandi liða.pdf870.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna