is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8254

Titill: 
  • Gjaldeyrishöft og áhrif þeirra. Ástæður fyrir gjaldeyrishöftum og áhrif þeirra á Ísland.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Notkun gjaldeyrishafta hefur lengi verið við lýði eða allt frá því Bretton Woods fundurinn var haldinn eftir seinni heimstyrjöldina. Nýmarkaðsríki hafa notfært sér gjaldeyrishöft mikið og hér er reynt að komast að kostum og göllum og virkni gjaldeyrishafta. Kostir og gallar alþjóðavæðingarinnar sem hefur aukist til muna síðustu ár hefur verið mikið til umræðu og hafa gjaldeyrishöft þá verið nefnd til að hemja vöxt hennar.
    Gjaldeyrishöft voru innleidd á Íslandi í lok ársins 2008 eftir hrun íslensku bankanna. Mögulega hefði verið hægt að beita öðrum leiðum eins og miklum vaxtahækkunum til að ná skjótum bata. Þar sem skuldavandi heimila og fyrirtækja var mikill hefði lágt gengi krónunnar getað farið enn neðar og aukið vandann svo óvíst var hvort vaxtahækkanir gerðu nægt gagn. Líklegt er að höftin hafi átt rétt á sér þá sérstaklega til skammstíma þar sem slík höft hafa borið einhvern marktækan árangur í öðrum löndum. Niðurstöður gefa til kynna að ástand landsins sé mun betra en annarra landa sem hafa innleitt höft þá sérstaklega á verðbólgu, gengisþrýsting og traust til efnahagsáætlunar landsins. Þó er skuldavandi heimila og fyrirtækja enn til staðar og atvinnuleysi mikið.

Samþykkt: 
  • 4.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gjaldeyrishoft(2).pdf146.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna