is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8259

Titill: 
  • Grunnþjónusta lækna við börn. Mat á eftirspurn
  • Titill er á ensku Primary care for children. Demand evaluation
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aukin þörf fyrir hagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfis, ásamt kröfu íbúanna um að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu, knýr á um að traustum upplýsingum sé aflað um það hvaða þættir hafa áhrif á notkun. Þessir þættir eru t.d. þeir að notendur læknisþjónustu virðast bregðast við verðbreytingum með breyttri notkun þjónustunnar og að verð annarra gæða, tekjur og aðgengi hefur einnig áhrif á þjónustumagn auk veikinda. Viðfangsefni rannsóknarinnar er að mæla áhrif þessara þátta á eftirspurn eftir afmarkaðri þjónustu lækna við börn og í því skyni gerð tillaga að eftirspurnarfalli fyrir þjónustuna.
    Markmið rannsóknarinnar er að meta áhrif breytanna á eftirspurn eftir þjónustu lækna við börn hér á landi en jafnframt að meta gagnvirkni tveggja tegunda þjónustu. Horft er til þjónustu lækna sem starfa á heilsugæslustöðvum annars vegar og sjálfstætt starfandi barnalækna hins vegar. Samspil þessara þátta getur varpað ljósi á áhrif stefnumarkandi ákvarðana um veitingu þjónustunnar, staðsetningu og verð.
    Eftispurnarjöfnur eru metnar með aðferð minnstu fervika (e. ordinary least squares) í umbreyttu festuáhrifslíkani (e. fixed effect model). Gögnin samanstanda af samblandi þversniðsgagna sjö heilbrigðisumdæma landsins og 60 mánaða tímaröð áranna 2005- 2009 (e. panel data).
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að veikindi hafi séu helsta ástæða
    notkunar beggja tegunda þjónustu en auk þess hafi verð sjálfstætt starfandi
    barnalæknaþjónustu áhrif á notkun þjónustunnar og mælist verðteygni -1,4. Formerki stika fyrir verð samanburðarvöru benda jafnframt til þess að um staðgöngu sé að ræða milli þessara tveggja tegunda læknisþjónustu við börn. Það gefur til kynna að stýra megi þjónustunni að einhverju leyti með breyttri greiðsluþátttöku sjúklinga. Þó þarf að huga vel að gæðum þjónustunnar, hagkvæmni slíkrar ákvörðunar og hvort aðgengi barna að læknisþjónustu sem eiga efnalitla foreldra sé með því skert um of.

Samþykkt: 
  • 4.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Læknisþjónusta -Margrét Björk Svavarsdóttir 45.pdf3.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna