is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8266

Titill: 
  • Rangaku á 18.öld. Innleiðing vestrænnar læknisfræði í Japan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ein tegund menntunar í Japan á 18. öld voru vestræn fræði eða Rangaku. Rangaku var hugmyndafræðilegur skóli sem fékkst við að rannsaka vestræn fræði og bækur með þann ásetning að efla japanska þekkingu og kunnáttu á sviði náttúruvísinda og læknisfræði. Rangakufræðimennirnir þurftu að komast framhjá ýmsum farartálmum, sem lokun Japans (Sakoku) árin 1633-1853, stjórnvöld landsins, tungumálið og ýmis hagsmunaöfl komu upp til að takmarka aðgang að upplýsingum. Hér er litið til þeirra aðferða sem Rangaku-fræðimenn beittu til að afla sér upplýsinga á sviði læknisfræði og hvernig það efldi þá að komast í vestræn fræðirit og rannsaka þau án milligöngu túlka. Óhefðbundnar rannsóknaraðferðir Rangaku-fræðimannanna og beiting þeirra á vestrænum aðferðum, s.s. krufningu, gróf undan aldagömlum og viðurkenndum aðferðum læknavísinda í Japan. Pólitískar forsendur vaxtar Rangaku-fræðimennsku á 18. öld voru stefna shogunsins Tokugawa Yoshimune (1716-1745) um eflingu ríkisins á grundvelli aukinnar framleiðslu og vísindastarfs. Samhliða því að vilja innleiða þekkingu og tækni í Japan vildi Yoshimune auka þekkingu hins almenna Japana og ýtti undir að almennir skólar yrðu settir á fót. Einkum er hugað að ritinu Kaitai shinsho sem kom út 1774, aðdragandanum að útgáfu þess og þeim forsendum sem lágu því til grundvallar. Áhrif Kaitai Shinsho á japanska fræðimenn voru víðtæk. Í fyrsta lagi kollvarpaði bókin hugmyndum þeirra um mannslíkamann. Í öðru lagi veitti hún fræðimönnum í Japan aðgang að hollenskum fræðiritum án ritskoðunar túlkanna en þeir höfðu gætt þess að vitneskjan héldist innan sinna raða. Í þriðja lagi var hún á tungumáli sem allir þeir sem höfðu tilskilda menntun gátu lesið og skilið. Leiddi þetta af sér að fleiri fræðimenn byrjuðu að rannsaka líkamann til að sannreyna það sem í henni stóð væri rétt og satt. Einnig varð aukin eftirspurn eftir þýddu efni sem leiddi til vaxtarkipps í þýðingum hollenskra rita.

Samþykkt: 
  • 4.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rangaku.pdf343.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna