ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8268

Titill

„Mín léttustu spor eru grafin í þína sanda.“ Arfleifðin og Héðinshöfðahúsið

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Arfleifðin á rætur sínar að rekja til hugmynda mannsins um nútímann, þegar hann fór að aðskilja samtíð sína frá atburðum sem voru liðnir. Í ritgerðinni er hugtakinu arfleifð gerð skil og skoðað hvernig það hefur verið notað í íslenskri umræðu og hvernig má nota það á marga mismunandi vegu í tengslum við íslenska sögu og menningu.
Saga Héðinshöfðajarðarinnar og Héðinshöfðahússins sem byggt var af Benedikt Sveinssyni sýslumanni og alþingismanni árið 1884 er könnuð út frá arfleifðarhugtakinu og mat lagt á það hvaða merkingu hún getur haft sem hluti af menningararfleifð Þingeyjarsýslu. Ábúendasaga jarðarinnar er stuttlega rakin eftir því sem heimildir leyfa og því næst er rætt um verndun Héðinshöfðahússins og styrkveitingarferlið sem Jónas Bjarnason bóndi á Héðinshöfða fór út í árið 1993. Hugmyndir um verndun og varðveislu verða skoðaðar ásamt því að gildi gamalla bygginga verður velt upp fyrir samfélögin þar sem þau standa með sérstakri hliðsjón af Héðinshöfða á Tjörnesi.
Að lokum verða tengsl Héðinshöfða við arfleifð feðganna Benedikt Sveinsson og Einars Benediktssonar skoðuð. Héðinshöfði á Tjörnesi þykir eiga mikla samleið með arfleifð Þingeyjarsýslu jafnvel þjóðarinnar sökum þess að Einar Benediktsson skáld dvaldist þar í nokkur ár og hlaut innblástur frá svæðinu. Þar hefur honum verið reistur minnisvarði sem tengir skáldið við sögu svæðisins en eru tengslin eins sterk og af er látið?

Samþykkt
4.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsíða..pdf100KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Halldór Jón Gíslas... .pdf1,13MBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna
Halldór Jón Gíslas... .pdf177KBOpinn Titilsíða PDF Skoða/Opna
Halldór Jón Gíslas... .pdf111KBOpinn Útdráttur PDF Skoða/Opna
Halldór Jón Gíslas... .pdf139KBOpinn Þakkarorð PDF Skoða/Opna