is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8279

Titill: 
  • Getin í giallo: Skinhelgi í siðbótarklámi ítölsku og bandarísku slægjunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Slægjan, myndin um geðsjúka fjöldamorðingjann sem myrðir oftar en ekki léttlynda unglinga, er neðst í virðingarstiga hryllingsmynda vegna ýkts ofbeldis og kynferðislegra skírskotana. Kynferðishvatir og sjúk fjölskyldusambönd hafa verið áberandi í slægjunni frá upphafi hennar árið 1978, en þær myndir sem eru taldar innblástur hennar, þ.e. Psycho (1960) og Peeping Tom (1960), eru þó ekki að öllu leyti líkar slægjunum. Ef staðsetja skal rætur slíkra mynda af einhverri nákvæmni verður að skoða ítalskar spennuhrollvekjur frá sjöunda og áttunda áratugnum, en þær mynda týnda hlekkinn þarna á milli.
    Á Ítalíu var gert mikið magn svokallaðra giallo-mynda frá árinu 1963. Þessar myndir voru expressjónískir þrillerar þar sem minni úr Psycho og Peeping Tom, sjónræn sem og sálræn, voru fengin að láni og þróuð af ítölskum leikstjórum. Mario Bava, sem var upphafsmaður giallo-myndarinnar, vann mikið með heim spillingar og afleiðingar nútímalífshátta. Í myndum hans týna persónur sem hafa orðið eigin fýsnum að bráð tölunni við aðfarir sadísks morðingja sem fordæmir með gjörðum sínum lífshætti þeirra. Sergio Martino færir svo siðspilltan heim Bava inn í heim fjölskyldunnar. Hann sýnir fram á afhelgun nútímahjónabandsins með persónum sem eru uppteknar af brengluðum hvötum sínum. Massimo Dallamano og Antonio Margheriti sýna okkur svo hina hliðina á sjálfhverfu í hjónabandinu; vanræktu unglingana sem dufla við hið kynferðislega og er refsað grimmilega af sadópervertískum afturhaldsöflum. Dario Argento kannar mikið kynflökt morðingja sem og aðalpersóna, en einnig tengsl geðveiki og hins barnalega. Einnig ber Argento óbeint ábyrgð á hinni frægu „síðustu stúlku“ slægjunnar, sem kemur í henni reglu á hefðbundin kynhlutverk.
    Halloween (1978) og Friday the 13th (1980) eru taldar fyrstu slægjurnar og innihalda þær á einn eða annan hátt flest þeirra atriða sem ítölsku leikstjórarnir könnuðu á árunum 1963-1978. Þetta tekur af allan vafa um tengslin á milli bylgjanna tveggja en í báðum er hnignun siðferðis í nútímanum könnuð. Á meðal persóna myndanna sem og áhorfenda.

Samþykkt: 
  • 5.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GIALLO-BAritgerð.pdf719.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna