ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8292

Titill

Reynsla fatlaðra feðra: Karlmennska, fötlun og föðurhlutverkið

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Þessi ritgerð fjallar um upplifun og reynslu fatlaðra feðra af föðurhlutverkinu. Sérstök áhersla er lögð á sjálfskilning þeirra, upplifun af meðgöngu og fæðingu sem og þátttöku þeirra í uppeldi barna sinna. Um eigindlega viðtalsrannsókn er að ræða. Þátttakendur voru sjö hreyfihamlaðir og sjónskertir feður frá þrítugu og fram yfir fimmtugt. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sjálfskilningur feðranna breyttist á milli aldurskeiða og að hann hafi í fyrsta skiptið tengst fötlun þegar þeir leiddu hugann að fjölskyldumyndun og barneignum. Virkni þeirra og þátttaka á meðgöngu, í fæðingu og uppeldi barnanna var mikil. Feðurnir leggja mikla áherslu á að skerðing þeirra hafi eins lítil áhrif á líf barnanna og mögulegt er. Þeir rækta föður/dóttur sambandið vel og eru nánir börnum sínum. Þeir leggja sig fram við að vera góðir feður og að finna leiðir til að mæta þörfum barna sinna.

Samþykkt
5.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsíða, útdráttur... .pdf137KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Ritgerðin.pdf423KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna