is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8307

Titill: 
  • „...ég lifði í löngunarfullum og endalausum draumum.“ Um birtingarmyndir sjálfsins í sjálfsævisögulegum skrifum Benedikts Gröndals
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson var talinn til þjóðskálda Íslendinga á nítjándu öld og einn lærðasti maður samtíðar sinnar. Í þessari ritgerð er fjallað um birtingarmyndir sjálfsins í sjálfsævisögu skáldsins, Dægradvöl, og einkum hugað að tengslum þess við staði og ferðir, annað fólk og tímann. Enn fremur er staða verksins könnuð í ljósi þróunar sjálfsævisögulegra skrifa á Íslandi frá ævisögu séra Jóns Steingrímssonar og fram til verka á tuttugustu öld. Benedikt skrifaði tvær gerðir Dægradvalar og eru þær báðar teknar til skoðunar, en einnig horft til annarra sjálfsævisögulegra texta hans eins og bréfa, umfjöllunar hans um „Reykjavík um aldamótin 1900“ og „Ferðasögu heimanað til Halldórs Þórðarsonar“. Fjallað er um hefð sjálfsævisögunnar og uppruna sem oft er rakinn til Játninga Ágústínusar kirkjuföður og þróun hennar erlendis og hér heima. Í Dægradvöl lýsir Benedikt ævi sinni sem er sérstæð á margan hátt líkt og höfundurinn sjálfur. Saga hans spannar hartnær alla nítjándu öldina og er ómetanleg heimild um aldarhátt hennar enda víða til hennar vísað. Benedikt var fjölfróður maður sem lét til sín taka á mörgum sviðum. Hann greinir frá dvöl sinni jafnt heima og heiman og frá ferðum sínum auk þess sem hann gerir fjölda manns skil í frásögninni. Ýmsir staðir koma við sögu hans þar sem sjálfið á sér mismunandi birtingarmyndir. Í skrifum sínum flaug Benedikt hátt og ljóst er að áhrifa af stílsmáta hans gætir í verkum skálda á tuttugustu öld.

Samþykkt: 
  • 6.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8307


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Ólöf.pdf624.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna