is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8321

Titill: 
  • Karlmennskan holdi klædd. Hlutverk lýsinga á útliti og klæðaburði í Íslendingasögunum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt til meistargráðu í íslenskum bókmenntum við Hugvís-indadeild Háskóla Íslands. Til skoðunar eru lýsingar á útliti og klæðaburði Íslendingasagnahetjanna. Íslendingasögurnar hafa verið rannsakaðar út frá mörgum mismunandi sjónarhornum en á síðustu áratugum hefur það ekki síst verið gert í kynjafræðilegu ljósi. Fyrst var lítt sýnilegt hlutverk kvenna á miðöldum í brennidepli en ekki er síður forvitnilegt að skoða hlutverk karla og þær skorður sem það setti þeim ekki síður en konunum. Hér er sjónum aðallega beint að karlhetjunum, hvaða hlutverki lýsingar á útliti þeirra og klæðaburði gegndu og hvernig fegurðarskynjun miðaldamanna var. Kvenhetjurnar eru þó einnig skoðaðar enda heimurinn óhugsandi án samspils beggja kynja.
    Gengdu karlmenn ekki hlutverki sínu var karlmennska þeirra í húfi. En þar sem línan milli ólíkra hlutverka kynjanna er ekki alltaf skýr er betra að skoða hlutverkin út frá hugmyndinni um mismunandi kyngervi, kynferði í félagslegum skilningi, fremur en líffræðilegu kyni. Segja má að á miðöldum hafi fyrirmyndarkarlmaðurinn verið hvatur og dæmigerð kona blauð en hvort kynið um sig hafi getað færst þarna á milli. Gerðust karlmenn sekir um kvenlega hegðun mátti væna þá um skort á karlmennsku og forðuðust miðaldamenn það greinilega eins og heitan eldinn.
    Misjafnt er eftir sögum hversu miklar mannlýsingarnar eru en athyglisvert er að höf-undarnir leggja mun meira í að lýsa útliti og klæðnaði karla en kvenna. Sögusviðið er vissulega að mestu á vettvangi karla utan stokks en fjölmörg tækifæri gáfust þó til að lýsa konum þar sem þær spókuðu sig í sjónmáli karlanna ekki síður en þeir sjálfir. Mikil áhersla er lögð á karlmennsku karlhetjanna og eru það fyrst og fremst lýsingar á útliti og klæðaburði sem sýna hina karlmannlegu hetjumynd. Í hinum hlutlæga stíl sagnanna er meira um ytri lýsingar. Fyrir tilstilli þeirra stíga karlhetjurnar á svið og líkamnast svo aftur og aftur við ýmis tækifæri eftir því sem fram vindur atburðarásinni.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karlmennskan holdi klædd-print2pdf.pdf574.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna