is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8332

Titill: 
  • Titill er á þýsku Schmucksteine der Sprache. Ein komparatistischer Vergleich von Phraseologismen mit unikalen Komponenten in den Sprachen Deutsch und Isländisch
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn þessarar ritgerðar var að safna orðasamböndum með stakorðum sem finnast í þýsku og íslensku og svo að bera saman efnið. Ætlunin er líka að gefa gott efni í þýskukennslu á Íslandi.
    Fyrst voru gefnar upplýsingar um hvað eru orðasambönd og hvað eru stakorð. Síðan var farið í sögu orðasambandsfræðinnar og komið fram vitneskju um helstu hugtök hennar.
    Eftir að hafa skýrt hvaða flokkar af orðasamböndum eru vel þekktir og auk þess sýndir nokkrir sjaldnari flokkar var farið í einstök dæmi um stakorð í báðum tungumálunum til að skýra efnið nánar. Svo var fjallað um hvernig hægt væri að stuðla að því að finna orðasambönd með stakorðum og hvaða erfiðleikar voru við þessa framkvæmd. Þá kom í ljós að í slíku tilfelli krefist íslenskan meiri afkasta en þýskan.
    Síðan var reynt að svara spurningum eins og hvaða orð geta verið með réttu kölluð stakorð, hvort séu til nokkur fá önnur orðasambönd sem eru með sömu stakorðum og hvort meðfylgjandi orð séu alveg föst í þessum orðasamböndum.
    Að lokum var rannsakað efnið frá viðhengi – sem er tiltölulega stórt, nefnilega 216 orðasambönd með stakorðum á þýsku og 260 á íslensku – á tölfræðilegan hátt. Skoðuð verður hvaða orðategund kemur oftast fyrir sem stakorð og í hvaða flokkum orðasambanda þau finnast. Skyldleika beggja tungumálanna var ekki hægt að afneita í þessum málum og heldur ekki í bragfræðilegum atriðum. En greinilegt var að íslenskan leggur meira áherslu á stuðla. Þetta verkefni hvílir yfirleitt á bókunum Handbuch der Phraseologie eftir Harald Burger o.fl. og Phraseologie der deutschen Gegenwartssprache eftir Wolfgang Fleischer.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hans Widmer BA Arbeit.pdf582.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna