ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8334

Titill

Was steckt hinter und in dem Grimmschen Märchen

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Vinsældir Grimmsævintýranna hafa haldist í gegnum árhundruði og eru þau enn á vörum hvers mannsbarns. Það umhverfið sem ævintýrin eru sprottin úr er lítið þekkt en upprunalega gengu þau sem munnmæla sögur manna á milli og voru í stöðugri mótun. Grimms bræður söfnuðu sögunum saman og gáfu þær út undir nafninu „Kinder – und Hausmärchen“ í byrjun 19. aldar. Þeir aðlöguðu þær að samfélagslegum gildum þess tíma og í þeirri mynd þekkjum við ævintýrin í dag. Það hafa orðið miklar breytingar á samfélagi manna síðan þá, en samt eru gildi ævintýranna á engan hátt úrelt. Maður elst upp við lestur ævintýranna og svo virðist sem þau hafi alltaf verið til og tilheyri sameiginlegum gildisheimi mannsins.
Í þessari Ritgerð verður varpað ljósi á hvaða verðmæti er að finna í Grimmsævintýrunum. Til að svara þeirri spurningu verða eiginleikar ævintýranna kynntir og greindir ásamt því að litið verður til uppruna þeirra og síðar útgefenda. Saga ævintýranna verður fyrst rakin og þannig sýnt fram á hvaðan ævintýrin komu og hvernig þau urðu að því sem þau eru í dag. Auk þess verður varpað ljósi á hvað varð til þess að Grimms bræður gáfu út ævintýrin. Aðaláhersla ritgerðarinnar er hinsvegar að rýna í innihald ævintýranna til að skoða framsetningu þessara tímalausu gilda. Ævintýrin Öskubuska og Mjallhvít og dvergarnir sjö voru valin til greiningar og verður einna helst litið til aðalpersóna þeirra. Í greiningunni verður sýnt fram á það hvernig sögupersónurnar og einsleitir eiginleikar þeirra koma boðskapi til lesendans á skýran og auðskiljanlegan hátt.

Samþykkt
9.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Loka útgáfa a... .pdf627KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna