is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8348

Titill: 
  • Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum. Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða verk rithöfundarins Henrys Miller tekin fyrir. Aðaláhersla verður lögð á bókina Tropic of Cancer en einnig verður nokkuð vísað til Tropic of Capricorn, Black Spring og Sexus. Miller var alltaf sjálfur aðalpersóna bóka sinna og ætlunin er að skoða hvernig hann vinnur með ímynd og virkni listamannsins, gegnum þessa skálduðu útgáfu af sjálfum sér. Hann var aldrei hluti af neinni stefnu en þó má sjá mörg tengsl á milli verka hans og hinna ýmsu stefna sem komu fram á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Í ritgerðinni verður módernismahugtakið notað sem eins konar regnhlífarhugtak utan um þessar stefnur. Hér verða þessi tengsl skoðuð og súrrealismi, dadaismi og dekadent-stefnan notuð til að greina Miller og sýn hans á listamanninn.
    Verk Millers hafa verið kölluð klúr og dónaleg en í ritgerðinni er kannað hvernig Miller notaði í raun klúrleikann sem listræna tækni. Miller gerði í því að vera klúr en hér er lögð fram sú kenning að það hafi síður en svo einungis verið til að ögra lesendum, þó að vissulega sé Miller líka að reyna að ögra lesendum. Ögrunin felst þó síður í því að særa blygðunarkennd lesenda en að opna augu þeirra fyrir ákveðnum sannleika. Í þessu samhengi verða tengsl Millers við bóhemíuna og skálkasöguna („picaresque“) skoðuð. Miller birtir sjálfan sig sem ákveðna útgáfu af hinum bóhemíska listamanni og má sjá ákveðin tengsl þar við hetju skálkasögunnar. Þessar tvær týpur ögruðu samfélaginu á svipaðan hátt og persóna Millers ögrar fólki með ljótu orðbragði sínu og frjálslyndum hugmyndum um kynlíf.
    Það má einnig sjá mikil tengsl á Millers og Friedrichs Nietzsche og verða þau einnig skoðuð í ritgerðinni. Samkvæmt Nietzsche lá eina leiðin til að virkilega skilja lífið um listina og má vel segja að Miller sé sama sinnis. Þessa hugsun má líka tengja við hugmyndina um listina sem eins konar trúarbrögð og verður sú tenging könnuð hér.
    Verk Millers voru tjáning á lífinu sjálfu eins og það leggur sig, en í verkum Millers er þó erfitt að skilja að lífið og listina. Segja má að verk Millers gangi út á það að kanna hvað felst í því að stunda listina að lifa.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8348


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atli Sigurjónsson - MA ritgerð - Lokaútgáfa.pdf511.86 kBOpinnPDFSkoða/Opna