is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8349

Titill: 
  • Í greipum mannætunnar. Menningarleg bannsvæði í Leyndarmálinu hans pabba eftir Þórarin Leifsson
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er barnabókin Leyndarmálið hans pabba eftir Þórarin Leifsson skoðuð út frá hugmyndum um mannætuna og merkingu hennar. Tæpt er á birtingarmyndum mannætunnar í raunveruleikanum, fullorðins- og barnamenningu þar sem hún skýtur upp kollinum í ýmsum myndum og á óvæntum stöðum. Farið er í saumana á því hvernig fjallað er um menningarleg bannsvæði í Leyndarmálinu hans pabba á hátt sem höfðar til barna í gegnum samræðu texta og mynda. Mannætan í Leyndarmálinu er klædd í búning sem hentar barnabók með notkun húmors og fantasíu. Þannig er hægt að fjalla um hryllinginn sem felst í mannátinu og táknrænni merkingu þess án þess að hræða unga lesendur um of. Þá er rýnt í táknræna merkingu mannætunnar í Leyndarmálinu. Í bókinni er fjallað um ýmsan hrylling og vandamál innan fjölskyldna í gegnum mannætuna. Margir túlkunarmöguleikar fyrir mannátið eru til staðar í textanum en sú merking sem liggur dýpst undir yfirborðinu er kynferðisleg misnotkun og sifjaspell. Bannið við mannáti er, einsog bannið við sifjaspellum, grundvallandi bann í samfélaginu. Mannátið er nógu fjarlægt raunveruleika flestra til þess að hægt sé að fjalla um það með gróteskum húmor og fantasíu einsog gert er í Leyndarmálinu. Sifjaspellin og kynferðisglæpir gagnvart börnum vekja hinsvegar svo djúpstæðan viðbjóð að erfitt er að fjalla um þau í barnaefni án tilfærslu. Mannátið er einnig skoðað í sambandi við kenningar sálgreiningarinnar og viðbrögð persóna við mannátsógninni skoðuð. Þar er sjónum sérstaklega beint að mótþróa tveggja kvenpersóna gegn líkamleika sínum. Að lokum er tæpt á úrvinnslu hins skelfilega umfjöllunarefnis og því hvernig hægt er að skilja við lesendur sem og aðalpersónur bókarinnar í öruggri stöðu og kveða niður þá ógn sem vofir yfir í gegnum textann.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElínBjörk.BAritgerð.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna