is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8350

Titill: 
  • „Enginn tekur þig frá mér.“ Aðskilnaður í móðurmelódrömum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á fyrri hluta síðustu aldar bar nokkuð á melódramatískum Hollywoodmyndum sem höfðu móðurina í forgrunni. Þessar myndir, sem hægt er að skoða sem undirgrein kvikmyndanna, fjölluðu gjarnan um það hvernig móðirin þarf að sleppa hendinni af barni sínu og hverfa út á jaðarinn í lífi þess, svo það geti orðið hluti af samfélaginu. Móðirin hefur þá oft framið siðferðisbrot sem flekkar mannorð barnsins, eða hún stendur í vegi fyrir framgangi þess að öðru leyti. Myndirnar fjalla því um nauðsynlegan aðskilnað móður og barns og þá þjáningu og fórn sem fylgir aðskilnaðinum.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um aðskilnað í melódrömum móðurinnar (the maternal melodrama) út frá sálgreiningu og hugmyndum menningarinnar um móðurina. Þá einblíni ég helst á fjórar myndir: Blonde Venus (1932), Stella Dallas (1937), Mildred Pierce (1945) og Now, Voyager (1942). Melódramað er skoðað sem grein eða aðferð kvikmyndanna og helstu einkenni þess rakin, áður en fjallað er um einkenni og þróun móðurmelódramans í Hollywood. Þá er fjallað um móðurina og hlutverk hennar í menningarlegu samhengi og ríkjandi orðræða sett í samhengi við sálgreiningarhugmyndir um „hina góðu móður“.
    Þegar greint hefur verið hvernig aðskilnaðarþemað birtist í ólíkum móðurmelódrömum, er skoðað hvernig hvarf móðurinnar er réttlætt í söguþræði kvikmyndanna og með myndatökunni, en einnig út frá þeim siðferðislegu viðmiðum sem eru ríkjandi innan söguheims þeirra og með vísun til þess að móðirin sé ýmist of nálæg eða of fjarlæg. Í greiningunni styðst ég helst við feminísku fræðikonurnar E. Ann Kaplan, Mary Ann Doane og Lindu Williams. Loks er aðskilnaðurinn settur í samhengi við hugmyndir Jacques Lacan og Juliu Kristevu um nauðsyn þess að sá samruni móður og barns sem einkennir frumbernskuna sé rofinn, að barnið skilji sig frá móður sinni og verði einstaklingur á yfirráðasvæði föðurins.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Elsa.BAritgerð.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna