ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8368

Titill

Bessastaðablús: Ballið á Bessastöðum og Prinsessan á Bessastöðum verða að leiksýningu

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Ballið á Bessastöðum (2007) og Prinsessan á Bessastöðum (2009) eru barnabækur eftir Gerði Kristnýju. Þær fjalla um forseta Íslands, vini hans og vandamenn og ævintýri þeirra. Bækurnar einkennast af liprum og skemmtilegum texta sem varpar nýju ljósi á hversdagslega hluti og gjörðir. Ákveðið var að setja upp leiksýningu í Þjóðleikhúsinu, byggða á bókunum. Sýningin fékk nafnið Ballið á Bessastöðum og Gerður Kristný var fengin til að semja handrit. Ágústa Skúladóttir var ráðin leikstjóri sýningarinnar og ég fékk að fylgjast með æfingaferlinu.
Í þessari ritgerð er fjallað um ferlið frá bók að leiksýningu. Hugtakið aðlögun er skoðað, hvers kyns aðlögun er notuð í þessu tilviki og vitnað í fræðimenn sem skrifað hafa um aðlögun. Bækurnar eru greindar með hjálp innlendra og erlendra fræðimanna, sem og leiksýningin. Vitnað er í viðtöl við listamenn sýningarinnar á æfingaferlinu. Niðurstöður eru dregnar saman í lokin þar sem tekið er saman hvað vinnst og hvað glatast við sviðssetningu Ballsins á Bessastöðum.

Samþykkt
10.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lana Íris - Bessas... .pdf37,1MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna