is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8376

Titill: 
  • Fjölskyldan í guðfræðilegu ljósi. Börn í skugga skilnaðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru rannsökuð áhrif og afleiðingar skilnaðar foreldra á börn þeirra og hver viðbrögð guðfræðinnar eru við þeim miklu breytingum og öru þróun sem orðið hefur á fjölskyldum síðustu áratugi. Undirliggjandi er síðan spurningin um hver beri ábyrgð á börnum, hvort það eru foreldrar þeirra eingöngu, samfélagið eða hvoru tveggja. Til að fá sem gleggsta mynd af aðstæðum barna sem upplifað hafa skilnað foreldra sinna er leitað til félagsfræðinga og sálfræðinga, rannsóknum þeirra og umfjöllun um þær síðan gerð skil í fyrri hluta ritgerðarinnar. Þar sem til eru greinargóðar íslenskar heimildir er aðallega stuðst við rannsóknir og skrif dr. Sigrúnar Júlíusdóttur félagsfræðings og Benedikts Jóhannssonar sálfræðings.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar er guðfræði fjölskyldunnar til umfjöllunar og rannsakað hvað guðfræðin segir um fjölskyldur, hjónaband, skilnaði og börn. Þar hefur guðfræðin margt til málanna að leggja þótt þeir guðfræðingar sem ritgerðarhöfundur notar sem sína heimildarmenn furði sig báðir á því hversu afskipt raunveruleg börn hafi verið í kristinni guðfræðihefð vegna áherslunnar á fullorðna sem börn Guðs. Þessir heimildarmenn eru bandaríski guðfræðingurinn Julie Hanlon Rubio og breski guðfræðingurinn Adrian Thatcher. Bæði telja þau stóran hluta kenninga Jesú hafa verið um börn, þar sem hann leggur áherslu á mikilvægi þeirra og réttindi.
    Ritgerðin er í sex köflum. Í þeim fyrsta er almennt fjallað um þær breytingar sem orðið hafa á fjölskyldunni allt frá 19. öld til okkar daga. Í öðrum kaflanum er sagt frá rannsóknum og skrifum félagsfræðinga og sálfræðinga um skilnaði og börn. Í þriðja kaflanum er kannað hvað sagt er um fjölskyldur í Nýja testamentinu og hvað Jesús kenndi um fjölskyldur, skilnaði og börn. Þar er einnig rannsökuð afstaða Marteins Lúthers til fjölskyldunnar, skilnaða og barna. Fjórði kaflinn er um fjölskylduguðfræði og afstöðu Julie Hanlon Rubio til foreldra, barna og skilnaða. Í fimmta kaflanum er fjölskylduguðfræði Adrian Thatchers reifuð, einkum guðfræði hans um börn. Í sjötta og síðasta kaflanum eru dregin fram helstu atriði og niðurstöður ritgerðarinnar.

Athugasemdir: 
  • Netfang höfundar: eling@hi.is
Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-2011_Fjolskyldan-i-gudfraedilegu-ljosi_ESG.pdf605.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna