ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8379

Titill

Alþingi og stjórnkerfi þjóðveldisaldar

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um Alþingi á þjóðveldisöld, aðdragandann að stofnun þingsins, stjórnskipun Íslands til forna og þróun hennar frá landnámi og til loka þjóðveldisins. Einnig er sagt frá goðum og goðorðum ásamt löggjafarvaldinu, dómsvaldinu og skiptingu landsins í fjórðunga og fjórðungsdóma. Stuðst er við ritheimildir og rannsóknir fræðimanna um sögu Íslands til forna. Ritgerðin skiptist í sjö kafla þar sem hver kafli fjallar um ákveðinn þátt í sögu Alþingis á þjóðveldisöld. Ítarlega er fjallað um þau völd sem goðar höfðu á Íslandi á þessum tíma og hvernig þau völd sem þeir höfðu urðu í raun til þess að þjóðveldið leið undir lok og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Í lok ritgerðarinnar er ítarlega sagt frá Gamla sáttmála.
Á Íslandi var í fyrstu ekkert heildstætt stjórnkerfi og engin bein fyrirmynd um hvernig ætti að stjórna landinu. Samt sem áður ákváðu menn að setja lög og stofna Alþingi. Fólk sem til Íslands kom vildi breytingar og nýtt líf. Ritgerðin reynir að skýra hvernig hið nýja stjórnkerfi virkaði og segir jafnframt sögu einstakra manna sem áttu stóran þátt í mótun Íslands og Alþingis á þjóðveldisöld.

Samþykkt
10.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Alþingi og stjórnk... .pdf557KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna