ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/838

Titill

Þróun íbúðaverðs : innkoma banka og sparisjóða á íbúðalánamarkað

Útdráttur

Í þessari skýrslu er rædd staða íbúðalánamarkaðsins hér á landi og með hvaða
hætti hann hefur breyst síðustu ár. Íbúðalán hafa að miklu leyti verið í höndum
hins opinbera þar til í ágústlok árið 2004 þegar varð breyting á og bankar og
sparisjóðir ákváðu að veita almenningi íbúðalán með lægri vöxtum en áður
höfðu sést hér á landi. Skömmu áður, þann 1. júlí 2004 hafði Íbúðalánasjóður
hækkað lánshlutfall sitt í 90% úr 65%, lækkað vexti úr 5,1% í 4,8% og hækkað
hámarkslánsupphæðir umtalsvert. Þetta þykir ekki ólíkleg ástæða banka og
sparisjóða til að koma inn á íbúðalánamarkað þar sem að með þessu útspili
Íbúðalánasjóðs lækkaði þeirra hlutdeild af íbúðalánum landsmanna en fram að
þessu höfðu þeir átt allt að 30-35% markaðshlutdeildar ásamt lífeyrissjóðum
landsins. Gerð er grein fyrir þeim aðilum sem eru á íbúðalánamarkaði og því
sem þeir hafa upp á að bjóða fyrir lántakendur. Lagðar voru spurningar fyrir
hlutaðeigendur, með misjöfnum svarárangri, þar sem beðið var um svör
varðandi lánin sem standa almenningi til boða. Einnig var rætt við nokkra aðila
úr bankageiranum til að komast að því hvernig bankarnir fjármagna íbúðalán
sín. Í framhaldi af því eru nokkur lánaform sem eru í boði hér á landi tíunduð
og einkennum þeirra lýst auk þess sem sambærileg lán lánastofnana eru borin
saman. Þá er þróun íbúðaverðs rædd, hverjir hugsanlegir áhrifavaldar þeirrar
þróunar eru eins og aðgengi að lánsfjármagni, lóðaframboð og lóðaverð og að
lokum er þróun íbúðaverðs í samanburði við byggingarvísitölu skoðuð. Helsta
niðurstaða skýrslunnar er sú að aðstæður á íbúðalánamarkaði hafa breyst
gífurlega auk þess sem íbúðaverð hefur hækkað verulega með tilkomu banka
og sparisjóða á íbúðalánamarkað.
Lykilorð: íbúðalán, íbúðalánamarkaður, lánaform, lánakjör, þróun íbúðaverðs.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit1.pdf27,6KBOpinn Þróun íbúða - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf62,0KBOpinn Þróun íbúða - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Microsoft Word - Þ... .pdf483KBTakmarkaður Þróun íbúða - heild PDF  
Útdráttur.pdf14,6KBOpinn Þróun íbúða - útdráttur PDF Skoða/Opna