is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8381

Titill: 
  • Hver er tilgangur heimspekinnar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er spurningin: tilgangur og hlutverk heimspekinnar rannsökuð útfrá notkun hennar og mismunandi aðferðafræðilegum nálgunum við ástundun heimspekinnar.
    Í innganginum er farið yfir spurninguna sjálfa, hvað hún þýðir fyrir heimspekina og hvernig heimspekilegar efasemdir höfundar vöktu upp áhuga fyrir þessari spurningu og varð til þess að þetta efni varð fyrir valinu. Einnig er lýst áframhaldandi uppbyggingu ritgerðarinnar, hvaða efni og heimspekingar verður tekið fyrir og hvert heimspekilegt markið höfundar er.
    Í fyrsta kaflanum er forngríski heimspekingurinn Sókrates tekinn fyrir, skoðaðar eru útvaldar sókratískar samræður eftir Platón sem þykja gefa góða mynd af heimspekilegum skoðunum Sókratesar. Einnig er rannsökuð andstaða hans gegn hinu ritaða orði og hvernig það, og einnig heimspekileg efahyggja hans, hafði áhrif á samræðuaðferðirnar sem hann beitti í þágu heimspekinnar. Við lok kaflans er þetta síðan dregið saman til þess að sýna hvernig samræðan sem heimspekilegur miðill mótar skoðun Sókratesar á hlutverki heimspekinnar.
    Í öðrum kaflanum er René Descartes rannsakaður og litið er sérstaklega á tvö rita hans, Orðræða um aðferð og Hugleiðingar um frumspeki, og hvað Descartes segir sjálfur um þá heimspekiaðferð sem hann þróaði og af hverju hann ákvað að þróa hana eins og hann gerði. Auk þess er vísindaleg íhugunaraðferð Descartes borin saman við samræðuaðferð Sókratesar og hvernig munurinn milli aðferðanna sýnir muninn á svari þeirra við spurningunni um tilgang heimspekinnar.
    Þriðji kaflinn fjallar um Karl Marx, litið er á feril hans, ekki eingöngu sem heimspekings, heldur einnig sem blaðamanns og pólitísks aðgerðasinna og hvernig hann notaði fjölmiðilinn við þessi störf sín. Einnig er greint frá áhrifum Hegels á heimspeki Marx, hvernig andstaða Marx við sumar af hugmyndum Hegels mótaði efnishyggjulega skoðun hans á hlutverki heimspekinnar og sögu, og hvernig það leiddi Marx út í kommúnisma.
    Í lok ritgerðarinnar er síðan greint frá þeirri niðurstöðu sem höfundurinn hefur komist að út frá því sem Sókrates, Descartes og Marx höfðu að segja um tilgang heimspekinnar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8381


Skrár
Það eru engin gögn til að birta.