ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8386

Titill

Huglægt landslag. Vestmannaeyjar í málverkum Júlíönu Sveinsdóttur

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Ritgerðin fjallar um listamanninn Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966). Júlíana fæddist í Vestmannaeyjum en flutti þaðan á unglingsárum til Reykjavíkur í listnám og fór síðan til Danmerkur til frekara náms á sviði lista. Vestmannaeyjar hafði mikil áhrif á myndlist hennar á marga vegu og voru Vestmannaeyjamyndirnar hennar stór hluti af hennar listferli. Landslagsmyndir hafa verið vinsælt viðfangsefni listamanna í langan tíma bæði í alþjóðlegu og íslensku samhengi. Í ritgerðinni verður farið yfir ýmis atvik í lífi Júlíönu sem gæti hafið haft áhrif á myndlist hennar. Farið verður yfir listferil hennar í sambandi við þroska hennar og valdir listamenn verða bornir saman við listsköpun hennar í leit að áhrifum og líkindum. Stuðst verður við ýmsa texta fræðimanna og verða þeir settir í samhengi við listsköpun Júlíönu og túlkun höfundar. Til að greina listaverkin sem valin hafa verið til umfjöllunar mun vera notuð ævisöguleg rannsóknaraðferð í listfræði sem tengist sálgreiningu (félagssögulegar áherslur í tengslum við ævisögu listamanns) sem lýsir sér þannig að ævisaga og félagslíf listamannsins er haft til hliðsjónar við myndgreningu á listaverkinu. Við sálgreiningu er sálarlíf listamannsins skoðað og kemur það túlkunninni á annað stig og gerir frekari skil að greiningunni.

Samþykkt
10.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA_ritgerd_Sóley_D... .pdf497KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna