ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8391

Titill

Litið um öxl. Bernskan í verkum Jans Švankmajer

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Í verkum súrrealista gegnir bernskan oft mikilvægu hlutverki, enda töldu súrrealistar hana nátengda dulvitundinni og jafnvel uppsprettu draumóra og ímyndunarafls. Í þessari ritgerð verður litið til fjögurra verka tékkneska súrrealistans og kvikmyndagerðarmannsins Jans Švankmajer, sem öll eiga það sameiginlegt að hverfast um bernskuna. Myndirnar sem um ræðir eru Jabberwocky: Klæði Hálm-Húberts (Žvahlav aneb šatičky Slaměného Huberta, 1971), Niður í kjallara (Do pivnice (Do sklepa), 1982), Lísa (Něco z Alenky, 1987) og Otek litli (Otesánek, 2000).
Ef verk Švankmajers eru skoðuð má sjá að bernskan er mikilvægur þáttur í þeim, enda hefur hann margsinnis nýtt barnæskuna sem umgjörð utan um þau. Þó er sú ævintýralega birtingarmynd barndómsins sem hann dregur upp með tökuvélinni frábrugðin mynd annarra súrrealista af bernskunni. Enda heillaðist hinn tékkneski armur súrrealismans af kynferði, kynferðislegri brenglun og kynverund barna, auk þess að sækja innblástur í þjóðsögur, vögguvísur og barnabókmenntir.
Þar sem kenningar Freuds um dulvitund og drauma áttu stóran þátt í að móta fagurfræði súrrealismans liggur að mörgu leyti beint við að nýta þær við túlkun verkanna. Að mati Freuds veldur hið óhugnanlega ótta og hryllingi. Það vísar jafnan til þess sem er löngu handgengið og gamalkunnugt, þannig verða þeir hlutir sem hafa verið bældir en koma síðar fram í dagsljósið á ný, óhugnanlegir. Vaxmyndir, brúður og vélmenni, geta auðveldlega valdið ókennd, en þó að því gefnu að erfitt reynist að greina á milli hvort um sé að ræða lífs eða liðna veru. Því má segja að hugmyndir Freuds um hið óhugnanlega (þ. das unheimliche) nái vel að lýsa þeim hughrifum sem skapast við áhorf á verk Švankmajers.
Í ritgerðinni verður skoðað hvernig ókenndin er dregin upp á yfirborðið í kvikmyndunum fjórum, en í þeim blandar Švankmajer iðulega lifandi leikurum saman við dúkkur og gæðir dauða hluti lífi með galdri kvikmyndarinnar. Með þessu móti er honum unnt að myndbirta ýmiskonar óhugnað og ofbeldi sem erfitt væri að gera skil í hefðbundinni, leikinni, kvikmynd.

Samþykkt
10.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd_Ellen.pdf703KBLokaður Heildartexti PDF