is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8398

Titill: 
  • Friðlaus feigð á hælum ástarinnar. Fagurfræði dauðans í nokkrum íslenskum samtíma skáld- og ljóðsögum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Goðsagan um Orfeus og Evridísi í Ummyndunum Óvíds frá fyrstu öld e. Kr. hefur lengi verið uppspretta sköpunar. Náið samband dauða og ástar gengur sífellt aftur í menningarsögunni. Goðsagan kallar á spurningar varðandi aðdráttarafl listarinnar og samband okkar við hana. Á meðan daglegt líf nútímamannsins fjarlægist dauðann rís hann sífellt hærra í bókmenntum. Hér er táknmynd dauðans skoðuð sem og tengsl feigðarinnar við fegurðina í menningarsögunni. Sér í lagi er fjallað um skáldskaparreynslu og fagurfræði dauðans í íslenskum samtímaskáldskap. Ljóðsögurnar Blysfarir (2007) eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og Öll fallegu orðin (2000) eftir Lindu Vilhjálmsdóttur eru túlkaðar, meðal annars út frá ljóðabálki Óvíds með áherslu á fyrrnefnda goðsögu. Í ljóðsögum íslensku skáldkvennanna eru ljóðmælendur syrgjandi skáld líkt og Orfeus. Jafnframt verður fjallað um skáldsögurnar Elskan mín ég dey (1997) og Hér (2004) eftir Kristínu Ómarsdóttur, „Rafflesíublómið“ úr Himninum yfir Þingvöllum (2009) eftir Steinar Braga og Afleggjarann (2007) eftir Auði A. Ólafsdóttur. Þráin til dauðans, ástin og hringrás lífs og dauða ber þar hæst. Að lokum er komið inn á upprisuhugmyndir, dauðaminni í bókmenntum og hvernig nálgast megi hugsun um feigðina sem sleppur oftar en ekki undan merkingu sinni.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Friðlaus feigð á hælum ástarinnar - Fagurfræði dauðans í nokkrum íslenskum samtíma skáld- og ljóðsögum.pdf565.74 kBLokaðurHeildartextiPDF