ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8403

Titill

„Kalt er við kórbak.“ Um beinasafnið frá Skriðuklaustri og staðsetningu grafa

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Forn beinasöfn geta gefið heilmiklar upplýsingar um daglegt líf og heilsufar fyrri tíma. Beinasafnið frá miðaldaklaustrinu á Skriðu er mjög merkilegt fyrir þær sakir að innan þess er að finna marga sjúkdóma sem renna stoðum undir þá kenningu að klaustrið hafi m.a. sinnt sjúkum. Í ritgerðinni er fjallað um þetta beinasafn en áður en það er gert verður gerð grein fyrir klaustrinu sjálfu auk þess sem fjallað verður um hina svokölluðu mannabeinafræði sem er grundvöllur þess að hægt sé að greina kyn, aldur, sjúkdóma og aðra áverka á beinagrindum. Þá er farið yfir helstu sjúkdóma sem hrjáðu fólk á miðöldum og beinasafnið frá Skriðuklaustri því næst skoðað. Farið er yfir sjúkdóma sem er að finna innan beinasafnsins, hvernig þeir koma fram og hverjir voru með þá; t.d. konur, karlar, börn eða fullorðnir. Jafnframt er megináhersla lögð á staðsetningu sjúklinganna innan garðsins en við þá athugun kom í ljós að sjúklingar á Skriðuklaustri hafa nánast undantekningarlaust verið jarðaðir norðan eða austan megin við kirkjuna sem hugsanlega hefur þótt óæðri staður en t.d. sunnan við hana eða innan hennar.

Samþykkt
10.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA-ritgerð - loka.pdf1,1MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna