is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8404

Titill: 
  • Listin að vera kona. Um Karitasarbækur Kristínar Marju Baldursdóttur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verður fjallað um bækur rithöfundarins Kristínar Marju Baldursdóttur, Karitas án titils, sem kom út árið 2004, og Óreiðu á striga, sem kom út árið 2007. Sjónum verður beint að aðalpersónu bókanna, Karitas Jónsdóttur, sem tekst illa að finna hamingjuna. Hún glímir við það verkefni að reyna að samþætta skyldu sína sem kona og móðir annars vegar og listræna hæfileika sína hins vegar. Samfélagið sem hún býr í býður ekki upp á það að konur helgi sig algjörlega listsköpun og láti börn og bú sitja á hakanum.
    Karitas passar illa inn í hefðbundin kvenhlutverk þar sem hún vill sinna list sinni og þráir einhverskonar óskilgreint frelsi. Hún tekst á við þunglyndi í kjölfar missis og áfalla sem hún verður fyrir í lífinu. En hún finnur rödd sinni farveg í list sinni. Hún getur ekki tjáð tilfinningar sínar með tungumálinu en með litum á striga finnur hún þeim útgönguleið.
    Í þessari ritgerð verður aðalmarkmiðið að skoða hvað standi á milli Karitasar og hamingju hennar. Í fyrri hluta hennar verður allt sem tengist ást hennar, bæði á börnum sínum, öðrum ættingjum og eiginmanninum skoðað með áherslu á andlega heilsu Karitasar. Í síðari hlutanum verður meginviðfangsefnið listin og allt sem að henni snýr. Listaverk Karitasar sýna yfirborðsmyndir úr lífi hennar, þau varpa ljósi á listasögu 20. aldar, kvennabaráttu 20. aldar og síðast en ekki síst innri óreiðu Karitasar, tilfinningar hennar sem þekkja ekkert annað tjáningarform en listarinnar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8404


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannveig Hulda Ólafsdóttir - MA 25. maí.pdf639.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna