ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8406

Titill

Forvarnir með tómstundum. Tómstundauppbygging í Reykjavík 1890-1960

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Á árunum 1890-1960 blés Reykjavík út og íbúum fjölgaði að sama marki. Bæjarbúar settu æ meiri kröfur á bæinn að sinna hinum ýmsu verkefnum. Einnig var unnið ötullega að því að koma borginni í fallegra og skipulagðara horf. Götur voru lagðar, rafmagnslýsing sett upp og margt fleira. Leikskólar voru stofnaðir, íþróttafélög spruttu upp, vinnuskóli unglinga var settur á fót sem og tónlistarskóli. Hrekkir og skemmdarverk barna og unglinga voru samt vandamál. Sagt er frá því hvernig hinar ýmsu stofnanir og félög ætluð börnum og unglinum voru stofnuð og hver tilgangurinn var með þeim. Ritgerðin miðar að því að skýra tengsl á milli hrekkja og skemmdarverka barna og unglinga í bænum og uppbyggingu tómstundastarfs. Er ætlunin að reyna að færa sönnur fyrir því að mörg félaga og stofnana sem urðu til á tímabilinu hafi verið stofnuð með það fyrir augum að koma í veg fyrir ólæti og óæskilega hegðun barna og unglinga á götum úti. Sem sagt að hrekkir og skemmdarverk hafi örvað uppbyggingu tómstundastarfs í Reykjavík. Einnig er stuttlega drepið á því hvort að Reykjavík hafi verið nægilega undirbúin til að reka tómstundastarf barna og unglinga, það er að segja hvort að bærinn hafi verið viljugur til að styrkja starfið.

Samþykkt
10.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Katrín Lilja.pdf705KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna