is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8429

Titill: 
  • Hugleiðing um smekk. Aðgreining smekksins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugmynd okkar um smekk er misjöfn og þá sér í lagi ef við tölum um smekk á mat eða kaffi. Á hverjum degi smökkum við á einhverju og upplifum bragð og öðlumst reynslum. Einstaklingum líkar misvel það em þeir smakka á og mynda sér sterkar einstaklingsbundnar skoðanir á því hvað ség gott og hvað sé vont. Hvernig er hægt að takast á við svona margar mismunandi skoðanir, því hvert og eitt okkar er með sinn eigin smekk.
    Við upplifum þverstæðu David Hume úr Mælikvarðanum á smekk á hverjum degi. Það að allir eigi rétt á sínum skoðunum og allar skoaðnir séu jafn réttar er erfitt að fást við. En Hume lagði til að við mundum búa okkur til mælikvarða á smekk til þess að geta skorið úr um góðan og vandann smekk. Hume bjó ekki til mælistyku á góðan og vondan smekk heldur setti hann niður á blaða hvaða eiginleika hinn eiginlegi smekksdómari þarf að hafa og bera.
    Það er ætlun mín í ritgerð þessari að máta þetta uppá hversdagslegan hlut sem við köllum kaffi. Ég mun máta kenningu Humes uppá fagsmakkar í kaffi og hinn almenna neytanda. Í framhaldi af því ætla ég að tengja þetta við kenningar Pierre Bourdieu um aðgreiningu. Kaffi hefur aðgreiningarmátt og notum við það á marga ólíka vegu til þess að aðgreina okkur frá öðrum í samfélaginu. Það sem Bourdieu og Hume eiga sameiginlegt er að leggja áherslu á upplýsingaöflun og mun ég skoða það út frá því hvernig við beitum skynfærum okkar til þess að öðlast þekkingu kaffi.
    Öll viljum við vera talin smekksfólk. En hvað þarf til þess að verða smekksmanneskja og hvernig aðgreinir sú maneskja sig frá öðrum í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NB-BArit.pdf201.89 kBOpinnPDFSkoða/Opna