ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8430

Titill

Gleymt en ekki grafið. Ókennileikinn í listrænu hryllingsmyndinni

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Aðdráttarafl hryllingsmyndarinnar er að miklu leyti fólgið í því að sumt fólk nýtur þess að hræðast eða er heillað af því á vissan hátt. Í slíkum myndum er mörgum aðferðum beitt til að skelfa áhorfandann, en þær eru ekki allar jafn einfaldar. Margt getur vakið upp óhugnað hjá fólki og þótt að sum fyrirbæri séu oftar tengd óhugnaði en önnur er ótti hverrar manneskju persónubundinn. Stundum hræðist fólk jafnvel eitthvað án þess að gera sér grein fyrir því og ástæða þess er oft bæling á þeim ótta eða einhverju tengdum honum. Þegar óhugnaðurinn eða óttinn byggir á einhverju framandlegu sem þó virðist kunnuglegt erum við á yfirráðasvæði ókennileikans (þýs. das Unheimliche).
Í þessari ritgerð er fjallað um ókennileikann í listrænu hryllingsmyndinni, en ókennileiki er hugtak sem t.d. Sigmund Freud og Ernst Jentsch hafa fjallað um og lýsir það í stuttu máli óhugnaði fólks á ýmsum fyrirbærum. Hugtakið hefur verið tengt við hið gamalkunna og leyndardómsfulla, en það á einkum við uppvakningu bældra áhrifa við kynni á einhverju óhugnalegu eða að gömul trú sem áður var yfirstigin reynist sönn. Tvær kvikmyndir eru skoðaðar og greindar út frá ókennileikanum ásamt einkennum listrænu kvikmyndarinnar, en þær eru Andkristur (2009, Lars von Trier, Antichrist) og Getinn (1990, Edmund Elias Merhige, Begotten). Ókennileikinn er jafnframt skoðaður sem aðferð innan hefða listrænu kvikmyndarinnar og hryllingsmyndarinnar og leitast er við að sýna fram á áhrif hans á listrænu hryllingsmyndina.

Samþykkt
10.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
B.A. ritgerð í kvikmyndafræði.pdf311KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna