is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8449

Titill: 
  • Líf til fárra fiska metið. Fátækt fólk og fátækraframfærsla á Austurlandi 1850-1910
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þeirri ritgerð sem hér fylgir er leitað svara við ýmsum spurningum sem tengjast hlutverki sveitarfélaga við framfærslu fátækra á síðari hluta 19. aldar. Fjallað er um fátækralöggjöf og þróun hennar rakin allt frá lagabálkum Jónsbókar til umfjöllunar milliþingarnefndar alþingis 1902. Litlar breytingar voru gerðar á lögum er vörðuðu fátæka allt fram til ársins 1843 þegar Friðrik sjötti Danakonungur samþykkti „Reglugjörð fyrir fátækra málefna lögun og stjórn á Íslandi“. Meginatriði hennar var að skilgreina nánar hlutverk hreppanna í framfærslu þurfamanna. Ýmis atriði reglugerðarinnar voru harðlega gagnrýnd, ekki síst ákvæði um sveitfestitíma og takmörkun öreigagiftinga.
    Megin efni ritgerðarinnar felst í athugun á þætti fátækraframfærslu í kostnaði sveitarfélaga. Þrír hreppar í Norður-Múlasýslu, Fellahreppur, Hjaltastaðaþinghá og Seyðisfjarðarhreppur, eru teknir til sérstakrar athugunar. Farið er ítarlega í fátækrabyrði hvers hrepps fyrir sig með tíu ára millibili og út frá því athugað hvaða þættir höfðu helst áhrif á kostnað vegna fátækraframfærslu.
    Að lokum er sjónum beint að þurfafólkinu sjálfu. Skoðaðar eru ástæður að baki fátæktinni með hliðsjón af sömu hreppum og áður. Í því sambandi er fjallað ítarlega um ómagabörn, sjúklinga og aldraða niðursetninga. Nokkur dæmi eru rakin þar sem fram kemur viðhorf til fátækra og það sem ætla mætti að væri dæmigerður aðbúnaður niðursetninga. Niðurstöðurnar eru jafnóðum settar í samhengi við niðurstöður fyrri rannsókna á sambærilegu málefni og fjöldi og kynja- og aldurshlutfall niðursetninga í hreppunum þremur borið saman við landið allt.
    Það tímabil sem hér er fjallað um hófst 1850 þegar enn ríkti kyrrstaða íslenska bændasamfélagsins, en lauk 1910 þegar sjálfstæðishugsjónir og umrót þéttbýlismyndunar voru alls ráðandi. Þurfafólk átti sér fáa málsvara og er ekki fyrirferðamikið í sögubókum. Saga þess má þó ekki gleymast enda er hún órjúfanlegur hluti af sögu þjóðarinnar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líf til fárra fiska metið 360.pdf550.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna