is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8468

Titill: 
  • Saga og þróun frönsku óperunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er saga og þróun frönsku óperunnar skoðuð frá því að óperan kom
    fyrst til Frakklands á 17. öld og allt til 20. aldar. Strax í upphafi átti ítalska óperan
    undir högg að sækja í Frakklandi. Fjallað er um upphafsmann óperunnar í Frakklandi,
    ítalska kardínálann Mazarin sem hóf að flytja ítalskar óperur til landins og helstu
    óperutónskáldin á barokktímabilinu, Jean Baptiste Lully og Jean-Philippe Rameau.
    Síðan er farið yfir sögu formsins á klassíska tímabilinu. Þar ber hæst stríð
    gamanleikaranna með tónskáldinu Jean-Jacques Rousseau í fararbroddi og áhrif
    tónskáldsins Christoph Willibald Gluck á franska óperugerð, ásamt því að nýja
    óperuformið á tímabilinu, opéra comique er skoðað. Fjallað er um stöðu óperunnar í
    skugga byltingarinnar og hvaða áhrif hún hafði á formið. Á rómantíska tímabilinu
    kenndi ýmissa grasa í franskri óperugerð svo sem ný óperuform eins og grand opera,
    lyric opera og opéra bouffe, en þessi form eru skoðuð ásamt þeim tónskáldum sem
    sömdu undir þessum formerkjum t.d. Giacomo Meyerbeer, Charles Gounod og
    Jacques Offenbach. Einnig verður farið yfir óperutónsmíðar tónskáldanna Hector
    Berlioz og Claude Debussy. Að lokum er fjallað um sögu frönsku óperunnar á 20.
    öldinni og helstu tónskáld tímabilsins, Maurice Ravel, Francis Poulenc og Darius
    Milhaud.

Samþykkt: 
  • 11.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8468


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf268.2 kBLokaðurHeildartextiPDF