ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8484

Titill

Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Stórhöfði er hluti af eldstöðvakerfi Vestmannaeyja sem myndar suðurenda Eystragosbeltisins (EVZ). Talið er að eldstöðvakerfi Vestmannaeyja sé á fyrstu stigum þess að verða megineldstöð. Stórhöfði er staðsettur á suðurenda Heimaeyjar, en Heimaey er staðsett 10 km suður af suðurströnd Íslands og er stærst af 18 eyjum Vestmannaeyjaklasans. Einnig er hún í miðju eldstöðvakerfisins. Stórhöfði myndaðist við sprengigos, sem hófst á sjávarbotni, fyrir rúmlega 6000 árum. Mikil gjóska fylgdi gosinu. Gígbarmarnir byggðust upp þannig að þeir einangruðu gosopið frá sjónum, þar af leiðandi breyttist gosið í hraungos. Stórhöfðahraunin einkennast af mörgum þunnum hraunlögum, 10-30 cm þykk hver og eru þau af alkalíbasalt gerð. Áætlað er að gosið hafi staðið yfir í 4 mánuði og magn gosefna var 0,08 km3. Rúmlega 60% gosefna var gjóska, en tæplega 40% voru hraun og gjall. Í dag er ekki unnt að greina gígskálina þar sem höfðinn er mikið gróinn, en reiknað er með að hún sé undir hákolli höfðans.

Samþykkt
11.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Freyju möndlur.pdf2,43MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna