is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8491

Titill: 
  • Sjálfboðaliðaferðamennska. Hvatar, væntingar og áhrif
  • Titill er á ensku Volunteer tourism. Motivations, perceptions and impact
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Helsta markmið rannsóknarinnar er að skoða hvata, markmið, upplifun og áhrif sjálfboðaliðaferðamennsku á þá ferðamenn sem hana stunda. Með þessi markmið að leiðarljósi vill rannsakandi reyna að svara því hvaða hvatar liggja að baki ákvörðunar einstaklings að fara í sjálfboðaliðaferð, hvaða væntingar eru til ferðarinnar, hvaða áhrif slík ferð hefur á hann sjálfan og hvort ferðahneigð í framtíðinni breytist að einhverju leyti. Við gagnaöflun var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir með því að taka viðtöl, greina þau og hafa fyrri rannsóknir til hliðsjónar. Niðurstöður sýna að helstu hvatar að ákvörðun sjálfboðaliðans eru ævintýraþrá og fórnfýsi (e. altruism). Markmið sjálfboðaliðans eru ýmis, s.s. flýja raunveruleikann, upplifa eitthvað nýtt, læra að standa á eigin fótum og að standast eigin áskorun. Einnig sýndu niðurstöður að slíkar ferðir hafa gífurleg áhrif á viðkomandi. Sjálfboðaliðarnir urðu sjálfsöruggari, ánægðir með að standast eigin áskorun og töldu sig undirbúna til að takast á við frekari áskoranir á ferðalögum í framtíðinni. Þeir sem yngri voru nefndu einnig hversu þroskandi reynslan hefði verið, þeir hefðu orðið sjálfstæðari í hugsun og lært að treysta á sjálfa sig. Einnig mátti greina mikla þörf hjá sjálfboðaliðunum fyrir að tjá sig um reynslu sína og töldu þeir mikilvægt að fá tækifæri til þess að deila upplifun sinni með öðrum sem þekkja svipaða upplifun eða hafa áhuga á að hlusta á þá.

Samþykkt: 
  • 12.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf Guðmundsdóttir.pdf573.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna