is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8499

Titill: 
  • Titill er á ensku The effects of natural compounds on immune cell activation. The effects of dietary fish oil on ex vivo chemokine secretion by murine splenocytes and lichen or cyanobacterial polysaccharides on in vitro cytokine secretion and signaling pathways in human monocytes
  • Áhrif íslenskra náttúruefna á virkjun fruma ónæmiskerfisins. Áhrif fiskolíu í fæði á flakkboðaseytun miltisfruma úr músum ex vivo og fjölsykra úr fléttum og cýanóbakteríum á frumuboðaseytun og boðferla mónócýta úr mönnum in vitro
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Various plants and natural products have been used in folk medicine for a long time and their popularity has grown steadily in recent years. Fish oil has been popular among the Icelandic nation and a number of studies have revealed numerous benefits of fish oil consumption for many inflammatory diseases that increasingly plague the Western world. Lichens are quite unique both in physiological structure and their production of secondary metabolites. A few of them have been used in Icelandic folk medicine for centuries. Studies have shown that many polysaccharides from plants and other life-forms can mediate various biological effects.
    Given the prevalence of numerous inflammatory diseases, products with immunomodulatory effects are an important research subject. One way to examine the effects of natural products on the
    immune system is to observe their effects on the innate immune responses of animals (in vivo/ex vivo)or to examine their effects directly on cells in vitro. The aim of this project was to assess the effects of dietary fish oil on murine splenocyte chemokine secretion ex vivo, as well as assessing the effects of
    polysaccharides from the lichens Cetraria islandica, Collema glebulentum and Collema flaccidum and the cyanobacteria Nostoc commune on the activation of human monocytes in vitro.
    Mice were fed a fish oil diet or control diet for six weeks and then euthanized and spleens collected. The spleens were passed through strainers to form a single cell suspension and seeded in
    96 well plates with or without stimulation (lipopolysaccharide for monocytes/macrophages and antibodies against CD3 and CD28 for T cells) and cultured for 48 hours. The culture supernatants were collected and chemokine concentration measured using ELISA.
    Polysaccharides from the lichens or cyanobacteria were purified at the laboratories of Sesselja Ómarsdóttir and Elín Soffía Ólafsdóttir at the Faculty of Pharmaceutical Sciences at the University of Iceland. Human THP-1 monocytes were seeded in 48 well plates and pre-treated with IFN-γ for 3 hours and then stimulated with LPS for 3 or 48 hours. The polysaccharides were added with the IFN-γ (for intracellular events) or the LPS (for secreted molecules).
    Unstimulated splenocytes from mice fed the fish oil diet secreted less chemokines than splenocytes from mice fed the control diet, suggesting a lowered basal inflammatory state. There was no difference in the chemokine secretion by stimulated splenocytes from mice in the two dietary groups.
    THP-1 monocytes treated with the polysaccharide lichenan from Cetraria islandica secreted significantly more of the cytokine TNF-α than THP-1 monocytes cultured without lichenan. THP-1 cells
    treated with the polysaccharide Cg-5-s1 from Collema glebulentum or the polysaccharide Nc-5 from Nostoc commune secreted significantly less of the pro-inflammatory cytokine IL-6. The
    polysaccharides Nc-5, Cg-5-s1 and Cf-3-s2 from Collema flaccidum all reduced the secretion of IL-12p40 compared with the control. The polysaccharides did not affect prostaglandin E2 secretion,
    COX-2 or iNOS protein levels, activation of MAP kinases or the transcription factor NF-κB.
    These results suggest that the polysaccharides Cg-5-s1, Cf-3-s2 and Nc-5 have anti-inflammatory effects, which may reduce Th1 or Th17 immune responses. The mechanisms behind these effects are
    being studied.

  • Náttúruefni og náttúruvörur hafa í áraraðir verið notaðar í alþýðulækningum og hafa vinsældir þeirra vaxið stöðugt á síðustu árum. Fiskolía (Lýsi) hefur notið gífurlega vinsælda hér á landi og hafa rannsóknir leitt í ljós margvíslega kosti fiskolíuneyslu gegn ýmsum kvillum sem verða sífellt algengari í hinum vestræna heimi. Fléttur hafa ákveðna sérstöðu bæði vegna líffræðilegrar uppbyggingar og vegna myndunar á annars stigs efnum, en nokkrar fléttur eiga sér einnig langa sögu í íslenskum alþýðulækningum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fjölsykrur úr ýmsum plöntum og lífverum geti miðlað margvíslegum líffræðilegum áhrifum.
    Vegna algengis ýmissa bólgusjúkdóma og tengdra kvilla eru efni sem hafa áhrif á ónæmiskerfið vinsælt rannsóknarefni. Ein leið til að skoða áhrif náttúruefna á ónæmiskerfið er að kanna áhrif þeirra á ósérhæfð ónæmissvör í dýralíkönum (in vivo/ex vivo) eða með því að skoða áhrif þeirra beint á frumur in vitro. Markmið verkefnisins var að kanna áhrif fiskolíu í fæði á frumuboða- (chemokine) seytun músamiltisfruma ex vivo, auk þess að kanna áhrif fjölsykra úr fléttunum fjallagrösum, klappaslembru og hreisturslembru, auk cýanóbakteríunnar Nostoc commune á ræsingu manna mónócýta in vitro.
    Mýs fengu fóður með eða án fiskolíu í sex vikur og var svo fórnað og miltum safnað. Miltunum var sundrað í einfrumulausn og frumunum sáð í 96 holu bakka með eða án örvunar (LPS fyrir mónócýta/makrófaga, mótefnum gegn CD3 og CD28 fyrir T frumur) og ræktaðar í 48 tíma. Þá var floti safnað og styrkur frumuboða mældur með ELISA aðferð.
    Fjölsykrur úr fléttum og cýanóbakteríu voru hreinsaðar á rannsóknastofum Sesselju Ómarsdóttur og Elínar Soffíu Ólafsdóttur við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. THP-1 mónócýtum úr mönnum var sáð í 48 holu bakka og þeir meðhöndlaðir með IFN-γ í 3 klst og svo örvaðir með LPS í 3 eða 48 klst. Fjölsykrunum var bætt í ræktirnar ýmist með IFN-γ (fyrir mælingar á innanfrumuboðleiðum) eða LPS (fyrir mælingu á seyttum sameindum).
    Óörvaðar miltisfrumur músa sem fengu fiskolíufóður seyttu minna af frumuboðum en frumur músa sem fengu viðmiðunarfæði sem bendir til minni bólgu í grunnástandi. Það var ekki munur á frumuboðaseytun miltisfruma músa úr fæðuhópunum tveimur eftir örvun.
    THP-1 frumur meðhöndlaðar með fjölsykrunni lichenan úr fjallagrösum seyttu marktækt meira af frumuboðanum TNF-α en viðmið sem ekki fékk sykru. THP-1 frumur meðhöndlaðar með fjölsykrunni Cg-5-s1 úr klappaslembru eða Nc-5 úr Nostoc commune seyttu marktækt minna af bólguboðefninu IL-6. THP-1 frumur meðhöndlaðar með Cg-5-s1, Nc-5 eða Cf-3-s2 úr Collema flaccidum seyttu marktækt minna af IL-12p40 en viðmið án sykra. Fjölsykrurnar höfðu hvorki áhrif á prostaglandin E2 seytun eða magn COX-2 og iNOS próteina né á virkjun MAP kínasa eða umritunarþáttarins NF-κB.
    Þessar niðurstöður benda til þess að fjölsykrurnar Cg-5-s1, Cf-3-s2 og Nc-5 hafi bólguhemjandi áhrif á svör THP-1 mónócýta sem gætu dregið úr Th1 eða Th17 ónæmissvörum. Rannsóknir á hvernig þessum áhrifum er miðlað halda áfram.

Styrktaraðili: 
  • Styrktaraðili er á ensku The Icelandic Research Fund, The Icelandic Research Fund for Graduate Students, The Icelandic Student Innovation Fund, The Landspitali University Hospital Research Fund, The Bergþóra Magnúsdóttir and Jakob Bjarnason Memorial Fund and the Icelandic Student Services Student Project Grant.
Samþykkt: 
  • 13.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc_Ritgerd_GudnyElla.pdf9.39 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
App_A_GudnyElla.pdf4.63 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
App_B_GudnyElla.pdf1.06 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna