is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8500

Titill: 
  • Hver eru áhrif líkamlegrar hreyfingar á virkni einstaklinga með slitgigt í hné?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með hækkandi aldri eykst fjöldi þeirra sem greinist með slitgigt í hné. Í nútíma samfélagi eru kröfur um almenna hreyfingu í daglegu lífi minni en áður og sífellt fleiri farnir að tileinka sér kyrrsetulífsstíl. Á síðustu árum hafa orðið breytingar á áherslum í meðferð þessa fólks og meira farið að líta á hreyfingu sem ákjósanlegan meðferðarkost.
    Tilgangur ritgerðarinnar er að kanna áhrif líkamlegrar hreyfingar á virkni einstaklinga með slitgigt í hné. Skoðaðar voru rannsóknir þar sem styrk-, þol-, liðleika- og vatnsþjálfun var valin sem meðferðarform. Sjúkraþjálfarar gegna mikilvægu hlutverki í hvatningu og forvörnum. Meðferðarformið „Ávísun á hreyfingu“, þar sem læknir skrifar upp á hreyfingu, er spennandi kostur og gæti nýst þessum hópi.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að fjölbreytt og einstaklingsmiðuð hreyfing sem meðferð við slitgigt í hné hefur jákvæð áhrif á virkni.

Samþykkt: 
  • 13.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8500


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hveru eru áhrif líkamlegrar hreyfingar á virkni einstaklinga með slitgigt í hné.pdf766.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna