is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8502

Titill: 
  • Mannréttindi barna í íþróttum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er lagt upp í könnun á því hvaða ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eiga við í íþróttum, á hvaða mannréttindum barna er helst brotið innan íþrótta og einnig er staðan á Íslandi könnuð hvað varðar mannréttindi barna í íþróttum.
    Gert er grein fyrir þeirri þróun sem orðið hefur á réttindum barna og innan íþróttanna í þeim tilgangi að gera grein fyrir því umhverfi sem sem börn í íþróttum búa við í dag. Réttindi barna hafa þróast til hins betra en sú þróun sem orðið hefur innan íþrótta er varhugaverð að ýmsu leyti.
    Þá eru viðeigandi ákvæði barnasáttmálans sérstaklega kynnt og merking þeirra sérstaklega tengd við mannréttindi barna í íþróttum. Ákvæðunum er skipt í 7 flokka; almennar meginreglur, ákvæði er varða rétt og skyldur foreldra, ákvæði er kveða á um rétt barna til verndar, ákvæði er kveða á um rétt barna til heilsu, ákvæði er kveða á um félags- og menningarleg réttindi og ákvæði er fela í sér borgaraleg réttindi.
    Helstu mannréttindabrot gegn börnum í íþróttum eru síðan skoðuð. Ber þar helst að nefna a) ofbeldi gegn börnum í íþróttum, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt, b) notkun lyfja og ólöglegra bætiefna, c) vanrækslu á réttindum barna til menntunar, frítíma, leikja og hvíldar og til að njóta fjölskyldu sinnar, d) efnahagslega misnotkun og e) brot á réttindum barna til friðhelgis einkalífs og til þess að virðing sé borin fyrir skoðunum þeirra. Þá er einnig bent á mögulega úrbætur og færð rök fyrir því að þær geti m.a. falist í gagnsöfnun, fræðslu, bættu eftirlitskerfi og notkun lágmarksaldurs.
    Ísland hefur fullgilt barnasáttmálann en ekki hefur þótt tilefni til lögfestingar þar sem talið er að íslenskur réttur tryggi nú þegar þau réttindi sem í honum felast. Íslenskt lagaumhverfi er því kannað í leit að ákvæðum er varða mannréttindi barna í íþróttum. Finna mátti ákvæði er varða brotin sem talin voru upp í 3. kafla en til þess þurfti nokkra leit. Vísað er í helstu lög og ákvæði sem málið snerta og þau útskýrð í tengslum við möguleg brot gegn börnum í íþróttum. Þá er sérstaklega kannað hvar ábyrgðin liggur þegar brot af þessu tagi eiga sér stað. Þannig er sérstaklegt gert grein fyrir ábyrgð foreldra, þjálfara og annarra aðstandenda íþróttastarfsins, almennings og hins opinbera.
    Straumar og stefnur innan íslenskra íþróttahreyfinga eru kannaðar og svara leitað við því hvort að hér á landi ríki hætta á brotum af þessu tagi. Verður svo að teljast.
    Að lokum er hugað að því hvort að breytinga sé þörf. Þar sem svo er talið eru tillögur gerðar að breytingum sem bæta mættu stöðu íslenskra barna í íþróttum hvað þessu viðkemur.

Samþykkt: 
  • 13.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Hanna Borg Jónsdóttir, lagadeild.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna