is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8504

Titill: 
  • Hreyfing kvenna á meðgöngu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Líkamsþjálfun á meðgöngu er talin mjög mikilvæg fyrir hina barnshafandi konu. Reg-luleg líkamsþjálfun stuðlar að góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi. Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að skoða hvaða líkamlegar breytingar eiga sér stað á meðgöngu, áhrif og ávinning líkamsþjálfunar, áhrif á fóstrið og hverjar eru helstu ráðleggingar varðandi líkamsþjálfun til barnshafandi kvenna.
    Miklar breytingar verða á líkama kvenna á meðgöngu og geta þessar breytingar haft áhrif á möguleika þeirra til líkamsþjálfunar. Áhrif reglulegrar líkamsþjálfunar á hina verðandi móður eru talin vera af hinu góða, þar með talin hin jákvæðu áhrif á holdafar og almennt líkamsástand. Hún getur minnkað áhættu móður á að fá hina ýmsu fylgikvilla, til dæmis breytingar á blóðþrýstingi, meðgöngueitrun og meðgöngusykursýki. Einnig getur líkamsþjálfun bætt andlega líðan kvenna á meðgöngu, minnkað líkur á vandamálum í fæðingu og aukið líkur á góðum bata eftir fæðingu. Helstu æfingar sem ráðlagt er að stun-da á meðgöngu eru meðal annars sund, dans, göngur, skokk/hlaup og grindarbotnsæfingar. Ekki er talið að líkamsþjálfun hafi skaðleg áhrif á fóstrið og því er ávinningur reglulegrar líkamsþjálfunar á meðgöngu meiri en áhættan. Við teljum að auka mætti fræðslu og umræðu um mikilvægi líkamsþjálfunar á meðgöngu til barnshafandi kvenna í samfélagi-nu, þar sem mikið er um fyrirspurnir um þetta viðfangsefni á veraldarvefnum.
    Lykilorð: Líkamsþjálfun, meðganga, fóstur, kostir og fylgikvillar.

Samþykkt: 
  • 13.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B S ritgerð - RÞS og IS.pdf298.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna