is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/851

Titill: 
  • Ímynd Súðavíkurhrepps
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sú ritgerð sem hér fer á eftir fjallar um rannsókn á viðhorfi og ímynd fólks til Súðavíkurhrepps. Markmið rannsóknarinnar er að gefa hugmynd um árangur þess ímyndarstarfs sem unnið hefur verið eftir mikla uppbyggingu við erfiðar ytri aðstæður. Notuð var rannsókn í formi rýnihópa. Þrír sex manna hópar voru fengnir til að tjá sig um efnið og voru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Ef marka má skoðanir rýnihópanna þriggja voru helstu niðurstöður rannsóknarinnar þær að þátttakendur höfðu ekki tekið sérstaklega eftir uppbyggingarstarfi Súðavíkurhrepps. Þó var munur á hversu mikið jákvæðari og meðvitaðri þeir þátttakendur sem heimsótt höfðu Súðavík voru, varðandi það hvað sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Áberandi var hve mjög þátttakendur voru uppteknir af þeirri hættu sem þeir telja steðja að íbúum Vestfjarða og þá ekki síst Súðavíkur hvað varðar snjóflóð. Bersýnilegt var að fréttaumfjallanir um snjóflóðahættu sitja eftir í hugum fólks og svo virtist sem skynjun sumra væri sú að þessi ógn stafaði stöðugt að íbúum Vestfjarða. Lykilorð: Sveitarfélag Markaðshlutun Staðfærsla Ímynd Rýnihóparannsókn

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/851


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Imynd_Sudavikur.pdf745.86 kBTakmarkaðurSúðavík - heildPDF