ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8521

Titill

Menningartengd ferðaþjónusta: Þjóðsögur, álfar og draugar

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Helsta markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi sem miðar að yfirnáttúru, þjóðsögum Íslendinga og vættum eins og álfum og draugum. Þá er skoðað hvað stendur ferðamönnum til boða ásamt því að leitað er svara við þeirri spurningu hvers vegna framboð á þjóðsögum og vættatrú sé ekki meira í íslenskri ferðaþjónustu. Við gagnaöflun var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir með því að taka opin viðtöl við fjóra ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á mismunandi menningartengda afþreyingu og var talað við aðila innan höfuðborgarsvæðisins og á landsbyggðinni. Þar segja þeir frá hugmyndafræði og uppbyggingu á ferðum sínum og safni ásamt því að deila reynslu og upplifunum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna meðal annars fram á að markmið allra ferðaþjónustuaðila er að veita ferðamönnum skemmtun og fræðslu fremur en að hræða þá. Aðdráttarafl er helst talið vera einstakar þjóðsögur sem hafa varðveist í aldanna rás og eru ferðamenn upp til hópa forvitnir og áhugasamir um íslenska vætti. Viðmælendur mínir telja mikilvægt að virðing sé borin fyrir álfum og draugum og að þessi tegund ferðaþjónustu henti ekki fjöldaferðamennsku vegna þess að þá er mikil hætta á að sjarminn hverfi af þessari menningu sem okkur þykir einstök. Þetta séu helstu ástæður þess að ekki er meira af framboði á ferðaþjónustu tengdri yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Við viljum halda í sjarmann og hafa þetta smátt í sniðum.
Lykilorð: menningartengd ferðaþjónusta, þjóðsögur, vættir, aðdráttarafl, upplifun, virðing

Samþykkt
16.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Margrét Jónsdóttir.pdf328KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna