ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8522

Titill

Þingvellir. Þjóðlegur vettvangur Íslendinga eða alþjóðlegur ferðamannastaður

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Menningartengd ferðamennska er vinsæl meðal ferðamanna í dag og beinir athygli þeirra að upplifun menningarlegs umhverfis. Með auknum fjölda ferðamanna sem ferðast í menningarlegum tilgangi hafa ferðaþjónustufyrirtæki séð sér fært að nýta menningarminjar til að laða þessa ferðamenn til sín. Aukin samkeppni hefur orðið meðal ferðaþjónustufyrirtækja þar sem þau keppast um að ná til sín sem flestum menningartengdum ferðamönnum. Staður getur misst menningarlega tengingu sína og þannig orðið að einskonar söluvöru ferðaþjónustunnar. Koma ferðamanna á menningartengdan stað getur haft neikvæð áhrif á hann og til að koma í veg fyrir það var heimsminjaskrá UNESCO sett á stofn. Skráin er samansett af stöðum um allan heim sem varðveita þarf sérstaklega og litið er á þá sem eign mannkynsins. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig ferðaþjónustan nýtir sér menningarminjar sem auðlind til að hagnast á og getur með því leitt til vöruvæðingar þeirra. Í því samhengi verða Þingvellir, sem telja má til vinsælasta ferðamannstaðar á Íslandi í dag, skoðaðir sem þjóðlegur vettvangur heimamanna og hugsanlegur alþjóðlegur ferðamannastaður. Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO og verða skoðuð þau áhrif sem skráning getur haft í för með sér. Afleiðingar aukins fjölda ferðamanna til Þingvalla gæti haft þau áhrif að tengsl þjóðarinnar við sögu staðarins minnkuðu um leið og markaðsvæðing ferðaþjónustu yrði alls ráðandi.
Lykilorð: Menningartengd ferðamennska, þjóðareinkenni, UNESCO, Þingvellir.

Samþykkt
16.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerð - Þingvellir1.pdf453KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna