ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8534

Titill

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu Family Adaptability and Cohesion Evaluation Scale IV

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar FACES IV. Það fól í sér að athuga þáttabyggingu og áreiðanleika samanborið við bandaríska útgáfu listans. FACES IV er 62 atriða spurningalisti, 42 atriði mæla samheldni og sveigjanleika fjölskyldu. Tveir tíu atriða kvarðar meta samskipti innan fjölskyldunnar og hversu ánægðir fjölskyldumeðlimir eru með fjölskyldu sína, Family Communication Scale og Family Satisfaction Scale. Þátttakendur voru 335 foreldrar barna í 8 – 10 bekk úr tíu grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi sveitarfélögum. Þáttagreining var gerð á 42 atriðum FACES IV. Sex þátta lausn kom best út sem er í samræmi við upprunalegu útgáfu listans, en þættirnir voru þó ekki þeir sömu. Þættir úr íslenskri þýðingu FACES IV voru: Samvera fjölskyldu, samheldni fjölskyldu, skipulag, reglur, sveigjanleiki og forysta/sveigjanleiki. Family Communication Scale og Family Satisfaction Scale komu vel út samanborið við upprunalegu útgáfu listans. Þar sem ekki komu fram sömu þættir í fyrirlögninni og í upprunalegu útgáfu listans eru frekari rannsóknir á listanum við hæfi til að ákvarða um notagildi hans í íslensku samfélagi.

Samþykkt
17.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
FACES IV.pdf855KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna